Fara í innihald

Ljósapera

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Glópera)
Glóþráðarpera

Ljósapera eða glópera (fyrrum: rafmagnspera eða glóðarlampi, en sjaldnar þráðarlampi, ljósakúla eða kúlupera) er ljósgjafi gerður úr gagnsæju, möttu eða hvítu hylki sem er oftast peru- eða pípulaga, með glóþræði, sem glóir þegar rafstraumi er hleypt á hana. Sumar ljósaperur nota glóandi gas í stað glóþráðar. Þróun ljósaperunnar tók allnokkra áratugi og komu margir þar við sögu, en oftast er uppgötvun ljósaperunnar eignuð Thomas Alva Edison, bandarískum uppfinningamanni, og ársett 1879. Edison fann þó í raun ekki upp ljósaperuna sem slíka, heldur endurbætti aðferðir og efnisval annarra þannig að útkoman varð pera sem gat enst dágóðan tíma áður en þráður hennar brann. Þannig gat hann gert ljósaperuna að seljanlegri markaðsvöru, en það hafði engum tekist áður. Fyrsta borg veraldar, sem lýst var upp með rafmagni í stað gass var New York (neðsti hluti Manhattan) og stóð Thomas Edison fyrir því. Fyrsta rafstöðin tók til starfa þann 4. september 1882 og stóð hún við Pearl Street þar í borg.

Upphaf ljósaperunnar

[breyta | breyta frumkóða]
Thomas Edison

Thomas Edison (1847-1931) fann upp ljósaperu 31. desember 1879, fyrirtæki hans hét Edison Electric Light Company og hafði unnið hörðum höndum að því að koma rafmagnsljósi til almennings. Eftir að Edison kynnti ljosaperuna breiddist notkun rafmagnsljósa hratt út eftir þetta og urðu dreifikerfi fyrir rafmagn sífellt stærri og margþættari. Jóhannes Reykdal innleiddi rafmagn á Íslandi árið 1904.[1] Í fyrstu ljósaperuna notaði Edison kolaða bómull í glóþráðinn en síðar var notaður þráður úr volfram. Ljósaperan/glóperan er án efa ein af merkari uppfinningum, en hún leysti af hólmi kertin, steinolíulampana og minnkaði eldhættu.[2]

Mikilvægir menn í sögu raflýsingar

[breyta | breyta frumkóða]