Fara í innihald

Kerti

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Logandi kerti
Brennandi kerti með rúnum

Kerti eru misbreiðir sívalningar úr steríni, vaxi eða tólg með kveik eða raki í miðjunni sem loginn rís upp af. Nú á dögum eru flest kerti gerð úr paraffíni, en sum eru úr bývaxi, sojabaunum eða jurtum. Einnig eru til „gelkerti“ sem eru gerð úr blöndu af vaxi og plasti. Kerti eru almennt látin standa í kertastjökum, undirskálum eða ljósakrónum, en ljósakróna fyrir kerti nefnist kertahjálmur. Sá sem steypir kerti nefnist kertasteypari eða kertagerðarmaður.

Þegar kveikt er á kerti með eldspýtu eða kveikjara breytist vaxið í gufu. Þegar það gerist sameinast það súrefninu í loftinu og logi myndast. Þessi logi gefur nægan hita til að kertið heldur áfram að brenna, það gerist þannig: Vaxið bráðnar, og smitar upp eftir kveikinum að loganum með hárpípukrafti, síðan brennur vaxið í loganum. Við það að brenna styttist kertið. Sá hluti kveiksins sem gefur ekki eldsneyti frá sér brennur í loganum. Þannig er lengd kveiksins takmörkuð og kertið brennur upp með jöfnum hraða. Stundum er nauðsynlegt að klippa kveikinn með skærum ef hann brennur ekki vel í loganum. Áður fyrr og snemma á 20. öld fengust sérstök skæri til þess að klippa kveikinn. Þau gengu undir ýmsum nöfnum eins og skarbítur eða kertaskæri.

Áður en rafmagn varð almennt var kertið helsti ljósgafinn. Nú á dögum eru flest kerti notuð til skreytingar.

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.