Fara í innihald

Flúrljós

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Flúrljós notuð til að lýsa upp undirgöng.

Flúrljós er ljósgjafi sem myndar ljós með rafeindum sem dynja á gassameindum undir lágum þrýstingi inni í glerpípu.

Flúrperur, sem eru venjulega langar og grannar glerpípur, innihalda kvikasilfursgufu og argongas. Þegar rafmagn fer gegnum pípurnar gefur kvikasilfursgufan frá sér útfjólubláa geisla sem menn geta ekki greint með auganu. Þess vegna er glerpípan húðuð að innan með sérsökum efnum sem kallast ljómefni. Ljómefnið örvast fyrir tilstilli útfjólubláa ljóssins og gefur þá frá sér sýnilegt ljós við flúrljómun. Litur flúrperunnar ræðst af gerð þess ljómefnis sem hún er húðuð með.

Flúrljós er „kalt ljós“ sem þarf miklu minni orku en glópera. Þess vegna er dæmigerður endingartími flúrperu um 10.000 klukkustundir, en dæmigerður endingartími glóperu um 1000 klukkustundir.

Ljósastæði fyrir flúrperur er dýrara og oft stærra en ljósastæði fyrir glóperur, því það þarf bæði straumfestu og startara. Ónýtar flúrperur eru flokkaðar sem spilliefni þar sem þær innihalda kvikasilfur.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.