Þjóðflutningatímabilið
Útlit
(Endurbeint frá Germönsku þjóðflutningarnir)
Þjóðflutningatímabilið var tímabil mikilla fólksflutninga innan Evrópu sem innrás Húna hratt af stað. Germanskir þjóðflokkar tóku sig upp og fluttu suður og vestur á bóginn og bundu þar enda á hið forna ríki Rómverja. Þá yfirgáfu Englar og Saxar Þýskaland og Jótar Danmörku og héldu til Englands, Vandalar fóru vestur gegnum Frakkland og Spán og til Norður-Afríku þar sem mál þeirra var talað þar til Austrómverka ríkið fór gegn þeim og eins fóru margir aðrir germanskir þjóðflokka suður Ítalíuskaga og brutu endanlega niður hið gamla Rómarríki.
Á þessum tíma talaði um ein milljón manna germönsk mál en íbúatala allrar Vestur-Evrópu hefur einungis verið fáeinar milljónir.