Fara í innihald

Friðrik Friðriksson (prestur)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Séra Friðrik Friðriksson (f. 25. maí 1868 á Hálsi í Svarfaðardal – d. 9. mars 1961 í Reykjavík) var íslenskur prestur sem einkum er minnst fyrir aðild sína að stofnun ýmissa félagasamtaka sem höfðu mikil áhrif á þjóðlífið á Íslandi á 20. öld. Hann kom að stofnun KFUM og KFUK 1899, Knattspyrnufélagsins Vals 1911, Karlakórs KFUM sem síðar varð Karlakórinn Fóstbræður 1911, skátafélagsins Væringja 1913 og Knattspyrnufélagsins Hauka 1931.

Í samstarfi við KFUM og KFUK stofnaði hann sumarbúðirnar Vatnaskógur. Þar samdi hann mörg lög sem eru enn sungin í dag.

Stytta af honum eftir Sigurjón Ólafsson stóð við Lækjargötu í Reykjavík.

Ásakanir um kynferðislegt misferli

[breyta | breyta frumkóða]

Mikill styr varð um minningu Friðriks árið 2023 vegna útgáfu nýrrar ævisögu hans eftir Guðmund Magnússon sagnfræðing. Í bókinni birtist frásögn frá áttræðum manni sem hafði sótt sunnudagsskóla hjá KFUM í barnæsku um að Friðrik hefði leitað á hann og káfað á honum þegar hann var drengur. Maðurinn kvað aðra drengi hafa lent í því sama hjá Friðriki.[1] Drífa Snædal, talskona Stígamóta, sagði fleira fólk hafa leitað til Stígamóta vegna mála sem tengdust Friðriki.[2]

KFUM og KFUK gáfu út yfirlýsingu eftir umfjöllunina þar sem samtökin sögðu að ef hægt væri að leiða í ljós að stofnandi samtakanna hefði gerst sekur um brot gagnvart börnum teldu þau slíkt uppgjör nauðsynlegt.[3]

Í kjölfar ásakananna samþykkti Borgarráð Reykjavíkur tillögu um að styttan af Friðriki við Lækjargötu skyldi tekin niður.[4]

  • Þórarinn Björnsson (29. mars 1993). „Í þjónustu hins mikla konungs“. Lesbók Morgunblaðsins. bls. 4-5.
  • „Friðrik Friðriksson [1] (1868-1961)“. Glatkistan. 3. mars 2021. Sótt 11. nóvember 2023.

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Ari Páll Karlsson (25. október 2023). „Ný ævisaga séra Friðriks varpar ljósi á dekkri hliðar“. RÚV. Sótt 11. nóvember 2023.
  2. Þorgils Jónsson (26. október 2023). „Fleiri leitað til Stígamóta út af séra Friðriki“. RÚV. Sótt 11. nóvember 2023.
  3. Kolbeinn Tumi Daðason (26. október 2023). „Yfirlýsing frá KFUM og Val: „Það hryggir okkur meira en orð fá lýst". Vísir. Sótt 11. nóvember 2023.
  4. Atli Ísleifsson (23. nóvember 2023). „Styttan af séra Frið­riki tekin niður“. Vísir. Sótt 23. nóvember 2023.
  Þetta æviágrip er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.