Fara í innihald

Frankaveldi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Frankaveldið)
Síðari tíma koparstunga af því þegar Frankakonungur kveður upp Lex Salica.

Frankaveldi eða Frankaríkið var yfirráðasvæði Franka í Vestur-Evrópu frá 5. öld til 10. aldar. Það náði mestri stærð á tímum Karlamagnúsar þegar það var kallað Karlungaveldið. Nafnið Frankaríki er frá hinum frankísku þjóðflokkum sem flúðu til Gallíu.

Fyrstur til að sameina hin mörgu konungsríki Franka var Klóvis 1. af ætt Mervíkinga (481-511). Hann nýtti sér hrun Vestrómverska keisaradæmisins árið 476 til að stækka ríki sitt en síðar var því margoft skipt milli nokkurra konunga. Skiptingin með Verdun-samningnum árið 843 leiddi til stofnunar Vestur- og Austurfrankaríkisins sem síðar urðu að Frakklandi og Þýskalandi.

  Þessi sögugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.