Fara í innihald

Bjarnarfjall

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Bjarnarfjall er 737 metra hátt og er milli Hvalvatnsfjarðar í Fjörðum og Flateyjardals í Suður-Þingeyjarsýslu. Um skriður þess liggur gönguleið, sem úr vestri þræðir norðan við klettinn Sálarsöðul, nokkru lengra upp og svo þveruð skriða og leir-renna þar til komið er yfir fjallsöxlina, að Kýrlæk og gengið niður undirhlíðar Víkurfjalls. Mannskaðar hafa orðið í þessum skriðum, einkum þegar menn fóru þær að vetrarlagi. Kýrlækur dregur nafn sitt af kvígu sem vöskum mönnum tókst einhvern tímann að koma yfir skriðurnar. Gönguleiðin um Bjarnarfjallsskriður er hluti af vinsælli leið um Látraströnd, Fjörður, Flateyjardal og Flateyjardalsheiði.

Þar eð skriðurnar eru erfiðar yfirferðar völdu menn forðum oft aðrar leiðir milli Fjarða og Flateyjardals: Sandskarð sunnan fjallsins eða forvaða undir klettum fjallsins, þegar er fjara og sjór stilltur.