Fara í innihald

Leirdalsheiði

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Leirdalsheiði

Leirdalsheiði

Leirdalsheiði er heiðardalur á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Hún nær frá Höfðahverfi í suðri til Hvalvatnsfjarðar í norðri. Eftir allri heiðinni liggur jeppavegur (F839). Suður eftir heiðinni fellur á sem heitir Gljúfurá, en norður eftir henni á sem heitir Austurá. Vestan við heiðina eru fjöllin Syðstihnjúkur og Sveigsfjall, en handan við þau eru Trölladalur og Grenjárdalur. Norðar eru fjöllin Darri og Lútur. Austur af heiðinni er dalverpi sem heitir Leirdalur, og óslitinn fjallgarður suður frá honum, en norðar eru Hnausafjall og Bjarnarfjall. Þar sem áður stóð bærinn Gil er nú gangnamannakofi. Fyrir neðan hann fellur Gilsá í Austurá, og eftir það heitir áin Fjarðará.