Messuklettur
Útlit
Messuklettur er klettasnös í Hnjáfjalli, þar sem leiðin liggur milli Keflavíkur og Þorgeirsfjarðar í Suður-Þingeyjarsýslu. Þar á í fyrndinni að hafa hafst við óvættur, sem um síðir var hrakin á brott með messusöng, sem kletturinn er síðan kenndur við. Frá Messukletti eru sjóbrött hengiflug þar sem auðvelt er fyrir ókunnuga að fara sér að voða.
