Skjálfandi

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Skjálfandaflói)
Jump to navigation Jump to search
Skjálfandi
Horft vestur yfir Skjálfanda af Tjörnesi. Kinnarfjöll sjást hinu meginn við flóann
Skjálfandi

Skjálfandi er flói á norðurströnd Íslands og liggur á milli Tjörness og Flateyjarskaga. Í flóann renna tvö stór vatnsföll, Laxá í Aðaldal sem er víðfræg laxveiðiá og Skjálfandafljót, jökulfljót sem kemur úr Vatnajökli.

Á austurströnd flóans er kaupstaðurinn Húsavík en þaðan er vinsælt að fara í hvalaskoðunarferðir út á flóann enda er hvalagengd mikil þar. Við botn flóans eru miklir sandflákar en að vestanverðu gnæfa Víknafjöll, allt að 1100 metra há.

Við mynni flóans að vestanverðu liggur Flatey á Skjálfanda, en þar var umtalsverð byggð. Eyjan fór í eyði árið 1967.