Þorgeirsfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þorgeirsfjörður

Þorgeirsfjörður

Þorgeirsfjörður er stuttur og grunnur fjörður norðan á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Hann byggðist á landmánsöld en síðustu bæir þar fóru í eyði árið 1944. Þar voru þrír bæir, prestssetrið á Þönglabakka, Hóll og Botn. Þorgeirsfjörður og næsti fjörður í austur, Hvalvatnsfjörður, kallast sameiginlega Fjörður (kvk.ft.).

Úr Þorgeirsfirði má komast á þrjá vegu landleiðina, vestur til Keflavíkur yfir Hnjáfjall, austur til Hvalvatnsfjarðar yfir háls sunnan Nykurhöfða og suður upp úr Hóls- og Bakkadal, yfir fjallaskarð til Látrastrandar.

Á Þönglabakka í Þorgeirsfirði er sæluhús, sem einnig þjónar sem gangnamannakofi.

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.