Hvalvatnsfjörður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Þorgeirsfjörður

Þorgeirsfjörður

Hvalvatnsfjörður er stuttur og grunnur fjörður yst á skaganum milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa. Hann dregur nafn af Hvalvatni, lóni sem Fjarðará fellur í og er aðskilið frá firðinum sjálfum af malarkambi. Austan við fjörðinn gnæfa Hnausafjall og Bjarnarfjall, en vestan við hann eru fjöllin Darri, Lútur, og Þorgeirshöfði, sem skilur hann frá Þorgeirsfirði.

Hvalvatnsfjörður og næsti fjörður til vesturs, Þorgeirsfjörður, heita einu nafni Fjörður (kvk.ft.). Þar voru nokkrir bæir áður fyrr, en eru nú allir í eyði:

Frá Hvalvatnsfirði er hægt að komast landveg eftir fjórum mismunandi leiðum: Suður Leirdalsheiði til Höfðahverfis (jeppavegur, F839), vestur yfir hálsinn milli Lúts og Þorgeirshöfða til Þorgeirsfjarðar og austur yfir Sandskarð eða norðaustur yfir skriður Bjarnarfjalls til Flateyjardals. Rétt er að vara við því að síðasta leiðin er mjög varasöm fyrir ókunnuga.

Tengill[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi Íslandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.