Fara í innihald

Fennísk tungumál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Fennísk tungumál
Málsvæði Fennóskandía, í kringum Eystrasalt, Norðvestur-Rússland
Ætt Úralskt
 Finnsk-úgrískt
  Fennískt
Undirflokkar Finnska
Eistneska
Ingríska
Votíska
Kirjálska
Lúdíska
Vepsíska

Fennísk tungumál eru grein úralskra mála sem töluð eru á svæðinu í kringum Eystrasalt, helst í Finnlandi og Eistlandi. Málhafar fennískra mála eru um það bil 7 milljónir.

Fennísk mál eru átta samtals. Stærstu tvö málin eru finnska og eistneska en þau eru opinber mál í þeim löndum þar sem þau eru töluð. Meðal hinna fennísku málanna eru ingríska og votíska, sem töluð eru í Ingríu við Kirjálabotn, líflenska sem töluð var einu sinni um sundið við Riga. Í norðaustri eru kirjálska, lúdíska og vepsíska talaðar.

Smærri málin í fennísku greininni eru í útrýmingarhættu. Síðasti málhafi líflensku lést árið 2013 en aðeins tylft málhafa votísku er enn á lífi.

  Þessi tungumálagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.