Færeysk stjórnmál

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Færeysk stjórnmmál lúta að almennri opinberri stjórnun sjálfstjórnar Færeyja, í heild sinni eða einstökum sveitarfélögum. Í Færeyjum ríkir fulltrúalýðræði þar sem Landsstjórn Færeyja lýtur forstöðu Konungs Danmerkur sem er leiðtogi eyjanna og Þjóðþings Danmerkur sem rekur utanríkistefnu eyjanna. Í Færeyjum sitja ráðherrar yfirleitt jafnframt á lögþinginu.

Færeysk stjórnsýsla er rekin á tveimur stigum, ríkisvalds og sveitarstjórna og er kosið til beggja á fjagra ára fresti. Hefð er fyrir listakosningu til beggja kosninganna og í rúm 40 ár hafa fimm til sex stjórnmálaflokkar boðið fram lista til lögþingskosninga. Hins vegar hafa fjórir flokkar iðulega náð á bilinu 80-90% atkvæða.

Konungur Danmerkur[breyta | breyta frumkóða]

Konungur Danmerkur er þjóðhöfðingi landsins. Hann hlýtur tign sína í arf, en getur jafnframt verið skipaður af Þjóðþingi Danmerkur. Völd hans í færeyjum takmörkuðust nokkuð þegar að að Heimastjórnarlögin 1948 tóku gildi.

Þrískipt ríkisvald[breyta | breyta frumkóða]

Samkvæmt vestrænni hefð sem á rætur sínar að rekja til frönsku byltingarinnar er ríkisvaldinu skipt í þrennt. Þetta er gert til þess að tryggja það að enginn einn aðili fari með of mikil völd.

Löggjafarvaldið[breyta | breyta frumkóða]

Lögþingið er löggjafarsamlunda Færeyja og þar sitja nú 33 þingmenn í einni deild undir forsæti Lögþingsformanns. Kosið er til lögþingsins á fjögurra ára fresti, ef ekki kemur til þingrofs áður en kjörtímabilinu lýkur. Kosið er samkvæmt hlutfallskosningu þar sem landið er eitt kjördæmi.

Framkvæmdarvaldið[breyta | breyta frumkóða]

Þar sem sjaldgæft er að einn flokkur nái meirihluta í lögþingskosningum er nokkra áratuga hefð fyrir myndun samsteypustjórna í Færeyjum. Meirihlutinn skipar ráðherra sem sitja í Landsstjórn Færeyja. Æðsti handhafi framkvæmdarvalds er Lögmaður og hann staðfestir lög með undirskrift sinni.

Dómsvaldið[breyta | breyta frumkóða]

Í færeyjum eru tvö dómstig héraðsdómur og hæstiréttur. Héraðsdómurinn nær yfir færeyjar í heild sinni og stærri málum er skotið til hæstaréttardómstólsins í Danmörku. Héraðsdómarar eru skipaðir af tveimur fulltrúum ríkisins og tveimur fulltrúum lögþingsins.

Stjórnmálaflokkar[breyta | breyta frumkóða]

Flokkar á Lögþinginu[breyta | breyta frumkóða]

Aðrir flokkar[breyta | breyta frumkóða]

Tengt efni[breyta | breyta frumkóða]