Heimastjórnarlögin 1948

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Heimastjórnarlögin 1948 er millilandasáttmáli sem var gefin út 31. mars 1948 á milli Færeyja og Danmerkur.

Lögin tóku gildi 1. apríl 1948 eftir að Danmörk hafði verið hersetin af Þýskalandi og Færeyjar af Bretum. Lögin voru sett eftir þjóðaratkvæðigreiðslu um lögin sem leiddu af sér þingskosningar 8. nóvember 1946 og samningsumleitanir nýs þingsmeirihluta og dönsku stjórnarinnar.

Lögin sögðu til um hversu mikið löggjafarvald Danmörk hefði í Færeyjum. Með lögunum voru Færeyjar gerðar að sjálfstjórnarhéraði í Danska konungsríkinu og heimastjórn Færeyja hafði löggjafar- og stjórnunarvald. Færeyingar kysu þingmenn færeyska lögþingsins og tvo meðlimi í Þjóðþing Danmerkur.

Þjóðerni Færeyinga var með lögunum tilgreint í nafnskírteinum og vegabréfum. Færeyingar fengu danskan ríkisborgararétt. Færeyski fáninn var viðurkenndur sem opinber fáni eyjanna og færeyska sem opinbert tungumál eyjanna.

Dómarar hæstaréttar voru skipaðir af tveimur fulltrúum ríkisins og tveimur fulltrúum færeyska lögþingsins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]