Lögþingsformaður

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Lögþings formaður)

Lögþingsformaður stýrir fundum Lögþings Færeyja. Lögþingsformaður er kosinn af Lögþinginu.

Frá stofnun Lögþingsins á 9. eða 10. öld og þar til það var aflagt 1816 var lögsögumaður og síðar lögmaður í þeirri stöðu að stjórna fundum lögþingsins. Eftir að lögþingið var endurreist 1852 stýrði amtmaður fundum þingsins. Amtmaður var fulltrúi konungs. Þetta breyttist 1923 þegar Lögþingið fékk leyfi að kjósa sinn eigin formann. Lögþingsformaður og Landsstjórn Færeyja eru kosin á fjögurra ára fresti, strax eftir lögþingskosningar.

Fyrsti lögþingsformaðurinn var Oliver Effersøe fyrir Sambandsflokkinn, kosinn 1924. Elsti kjörni lögþingsformaður var Jørgen Thomsen fyrir Jafnaðarflokkinn sem var 63 ára þegar hann var kjörinn 1990. Allir lögþingsformenn hafa verið fulltrúar einhvers af fjórum stærstu flokka færeyskra stjórnmála, Sambandsflokksins, Sjálfstjórnarflokksins, Jafnaðarflokksins eða Þjóðveldisflokksins.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]