Fara í innihald

Sveitarfélagið Tvøroyri

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Sveitarfélagið Tvøroyri
Staðsetning sveitarfélagsins
Upplýsingar
Land Danmörk
Sjálfstjórnunarhérað Færeyjar
Sýsla Suðuroysýsla
Flatarmál
 – Samtals
10. sæti
43 km²
Mannfjöldi
 – Samtals
 – Þéttleiki
6. sæti
1.727 (2011)
40,16/km²
Borgarstjóri Kristin Michelsen
Stjórnsýsla Tvøroyri (7 fulltrúar)
Opinber vefsíða

Sveitarfélagið Tvøroyri er sveitarfélag í Suðuroysýslu. Það er á austur strönd Suðureyjar fyrir miðju. Þéttbýliskjarnar eru fjórir: Froðba, Tvøroyri, Trongisvágur og Øravík. Sveitarfélagið nær að endamörkum Sveitarfélagsins Hovs og Sveitarfélagsins Porkels til suðurs, Sveitarfélagsins Fámjin til vesturs og Sveitarfélagsins Hvalbiar til norðurs.

Stjórnmál

[breyta | breyta frumkóða]

Síðustu sveitarstjórnarkosningar voru haldnar 11. nóvember 2008. Fellelisten var sameiginlegur framboðslisti og samanstóð af Fólkaflokknum, Sambandsflokknum og Þjóðveldisflokknum. Jafnaðarflokkurinn er einn í meirihluta. Borgarstjóri er Kristin Michelsen og varaborgarstjóri er Malla Dam. Þau sita bæði fyrir Jafnaðarflokkinn.

Sveitarfélagið Tvøroyri

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
' Jafnaðarflokkurinn 603 54,7 4
' Fellelisten 499 45,2 3
' Aðrir og utan flokka
Alls 1.102 100 7