Fara í innihald

Lögþingskosningar

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Úrslit lögþingskosninga 1962-2008. Sýnd eru þau framboð sem náð hafa mönnum á þing tvisvar eða oftar í röð.

Lögþingskosningar eru kosningar til færeyska löggjafarþingsins, lögþingsins. Lögþingskosningar fara að jafnaði fram á fjögurra ára fresti nema þing sé rofið áður en kjörtímabili lýkur.

Kosningarnar eru listakosningar, fulltrúar eru valdir af framboðslistum í samræmi við fjölda atkvæða. Frá 2008 hefur landið verið eitt kjördæmi. Eftir lögþingskosningar er valinn lögþingsformaður sem er forseti þings og lögmaður sem er forsætisráðherra.

Síðustu kosningar

[breyta | breyta frumkóða]

Í lögþingskosningunum 2011 voru 33 þingmenn kjörnir. Sambandsflokkurinn og Fólkaflokkurinn bættu við sig einum manni. Framsókn bauð fram í fyrsta skipti og fékk 2 þingmenn. Þjóðveldisflokkurinn, Miðflokkurinn og Sjálfstjórnarflokkurinn töpuðu allir fylgi.

Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn, Sjálfstjórnarflokkurinn og Miðflokkurinn mynduðu stjórn að kosningum loknum. Meirihlutinn samanstendur af 19 þingmönnum af 33 og lögmaður er Kaj Leo Johanesen úr Sambandsflokknum.

Færeyjar

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
' Þjóðveldisflokkurinn 5584 18,3 6 8 -2
' Sambandsflokkurinn 7545 24,7 8 7 +1
' Fólkaflokkurinn 6882 22,5 8 7 +1
' Jafnaðarflokkurinn 5417 17,7 6 6 0
' Miðflokkurinn 1882 6,2 2 3 -1
' Sjálfstjórnarflokkurinn 1289 4,2 1 2 -1
' Framsókn 1933 6,3 2 0 +2
' Aðrir og utan flokka
Alls 30.552 100 33 33 0


Fyrri kosningar

[breyta | breyta frumkóða]

Lögþingiskosningar 2008

[breyta | breyta frumkóða]

Í lögþingiskosningunum 2008 voru 33 þingmenn kjörnir. Lögmaður var Jóannes Eidesgaard og lögþingsformaður Hergeir Nielsen. Jafnaðarflokkurinn tapaði fylgi, Sjálfstjórnarflokkurinn og Miðflokkurinn bættu við sig 1 þingmanni og Fólkaflokkurinn, Sambandsflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn héldu sama fjölda þingmanna frá síðustu kosningum.

Jafnaðarflokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn og Miðflokkurinn mynduðu stjórn að kosningunum loknum. Meirihlutinn samanstóð af 17 þingmönnum og hann sprakk haustið 2008. Jafnaðarflokkurinn, Fólkaflokkurinn og Sambandsflokkurinn mynduðu nýjan þingmeirihluta sem samanstendur af 20 þingmönnum af 33. Nýr lögmaður er Kaj Leo Johannesen úr Sambandsflokknum.

Færeyjar

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
' Þjóðveldisflokkurinn 7.238 23,3 8 8 0
' Sambandsflokkurinn 6.521 21,0 7 7 0
' Fólkaflokkurinn 6.233 20,1 7 7 0
' Jafnaðarflokkurinn 6.016 19,3 6 7 -1
' Miðflokkurinn 2.603 8,4 3 2 +1
' Sjálfstjórnarflokkurinn 2.243 7,2 2 1 +1
' Miðnámsflokkurinn 221 0,7 -
' Aðrir og utan flokka
Alls 31.112 100 33 33 0


Lögþingiskosningar 2004

[breyta | breyta frumkóða]

Í lögþingiskosningunum 2004 voru 32 þingmenn kjörnir. Lögmaður var Jóannes Eidesgaard og lögþingsformaður Edmund Joensen. Sambandsflokkurinn tapaði fylgi, Miðflokkurinn bætti við sig 1 þingmanni og aðrir flokkar héldu sama fjölda þingmanna frá síðustu kosningum.

Færeyjar

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
' Fólkaflokkurinn 6.530 20,6 7 7 0
' Sambandsflokkurinn 7.501 23,7 7 8 -1
' Jafnaðarflokkurinn 6.921 21,8 7 7 0
' Sjálfstjórnarflokkurinn 1.461 4,6 1 1 0
' Þjóðveldisflokkurinn 6.890 21,7 8 8 0
' Miðflokkurinn 1.661 5,2 2 1 +1
' Hinn Stuttligi Flokkurin 747 2,4 0 -
' Aðrir og utan flokka
Alls 31.711 100 32 32 0


Lögþingiskosningar 2002

[breyta | breyta frumkóða]

Í lögþingiskosningunum 2002 voru 32 þingmenn kjörnir. Lögmaður var Anfinn Kallsberg og lögþingsformaður Edmund Joensen. Fólkaflokkurinn og Sjálfstjórnarflokkurinn töpuðu fylgi, Sambandsflokkurinn og Miðflokkurinn bættu við sig þingmönnum og Jafnaðarflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn héldu sama fjölda þingmanna frá síðustu kosningum.

Færeyjar

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
' Fólkaflokkurinn 6.352 20,8 7 8 -1
' Sambandsflokkurinn 7.954 26,0 8 6 +2
' Jafnaðarflokkurinn 6.378 20,9 7 7 0
' Sjálfstjórnarflokkurinn 1.351 4,4 1 2 -1
' Þjóðveldisflokkurinn 7.229 23,7 8 8 0
' Miðflokkurinn 1.292 4,2 1 0 +1
' Aðrir og utan flokka
Alls 30.717 100 32 32 0


Lögþingiskosningar 1998

[breyta | breyta frumkóða]

Í lögþingiskosningunum 1998 voru 32 þingmenn kjörnir. Lögmaður var Anfinn Kallsberg og lögþingsformaður Finnbogi Ísakson. Sambandsflokkurinn og Miðflokkurinn tapaði fylgi, Fólkaflokkurinn bætti við sig 2 þingmönnum og Jafnaðarflokkurinn, Sjálfstjórnarflokkurinn, Þjóðveldisflokkurinn hélt sama fjölda þingmanna frá síðustu kosningum.

Færeyjar

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
' Fólkaflokkurinn 21,3 8 6 +2
' Sambandsflokkurinn 18,1 6 8 -2
' Jafnaðarflokkurinn 21,9 7 7 0
' Sjálfstjórnarflokkurinn 7,6 2 2 0
' Þjóðveldisflokkurinn 23,8 8 8 0
' Framburðsflokkurinn 2,5 0 0 0
' Verkamannafylkingin 0,8 1 0 +1
' Miðflokkurinn 4,1 0 1 -1
' Aðrir og utan flokka
Alls 100 32 32 0


Lögþingiskosningar 1994

[breyta | breyta frumkóða]

Í lögþingiskosningunum 1994 voru 32 þingmenn kjörnir. Lögmaður var Edmund Joensen og lögþingsformaðurinn Jógvan Ingvard Olsen. Fólkaflokkurinn, Jafnaðarflokkurinn, Sjálfstjórnarflokkurinn og Framburðsflokkurinn töpuðu fylgi, Sambandsflokkurinn og Þjóðveldisflokkurinn bættu við sig þingmönnum. Miðflokkurinn fékk sinn fyrsta þingmann í kosningunum.

Færeyjar

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
' Fólkaflokkurinn 16,0 6 7 -1
' Sambandsflokkurinn 23,4 8 6 +2
' Jafnaðarflokkurinn 15,3 7 10 -3
' Sjálfstjórnarflokkurinn 5,6 2 3 -1
' Þjóðveldisflokkurinn 13,7 8 4 +4
' Framburðsflokkurinn 6,3 0 2 -2
' Verkamannafylkingin 2.421 9,5 0 -
' Miðflokkurinn 5,8 1 - +1
' Frelsisfylkingin 1,9 0 -
' Hin Færeyski flokkur 2,4 0 -
' Aðrir og utan flokka
Alls 100 32 32 0


Lögþingiskosningar 1990

[breyta | breyta frumkóða]

Í lögþingiskosningunum 1990 voru 32 þingmenn kjörnir. Lögmaður var Atli P. Dam og lögþingsformaður Jorgin Thomsen. Sambandsflokkurinn, Fólkaflokkurinn og E töpuðu fylgi, Jafnaðarflokkurinn og Sjálfstjórnarflokkurinn bættu við sig þingmönnum og Framburðsflokkurinn hélt sama fjölda þingmanna frá síðustu kosningum. Marita Petersen tók við sem lögþingsformaður 18. janúar 1993. Skipt var um lögþingsformann tvisvar, Anfinn Kallsberg tók við 1991 og Lasse Klein árið 1993.

Færeyjar

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
' Fólkaflokkurinn 21,9 7 8 -1
' Sambandsflokkurinn 18,9 6 7 -1
' Jafnaðarflokkurinn 27,5 10 7 +3
' Sjálfstjórnarflokkurinn 8,8 3 2 +1
' Þjóðveldisflokkurinn 14,7 4 6 -2
' Framburðsflokkurinn 5,9 2 2 0
' Sósíaliski Loysingarflokkurinn 2,3 0 -
' Aðrir og utan flokka
Alls 100 32 32 0


Lögþingiskosningar 1988

[breyta | breyta frumkóða]

Í lögþingiskosningunum 1988 voru 32 þingmenn kjörnir. Lögmaður var Jógvan Sundstein og lögþingsformaður Jógvan Sundstein. Jafnaðarflokkurinn tapaði fylgi, Fólkaflokkurinn bætti við sig einum þingmanni og aðrir flokkar héldu sama fjölda þingmanna frá síðustu kosningum. Skipt var um lögþingsformann tvisvar, Hergeir Nielsen tók við 1989 og Agnar Nielsen árið 1990.

Færeyjar

Listar Av Av% Ft (Ft) Δ
' Fólkaflokkurinn 23,2 8 7 +1
' Sambandsflokkurinn 21,2 7 7 0
' Jafnaðarflokkurinn 21,6 7 8 -1
' Sjálfstjórnarflokkurinn 7,1 2 2 0
' Þjóðveldisflokkurinn 19,2 6 6 0
' Framburðsflokkurinn 5,2 2 2 0
' Framsóknarflokkurin 2,1 0 -
' Aðrir og utan flokka 0 0
Alls 100 32 32 0


  • Løgtingið 150. Hátíðarrit 3. Løgtingið, Tórshavn 2003. bls. 78-79 og 149-175.
  • Val og valtøl. Einar Waag, Klakksvík 1966. bls. 1-12.
  • Rulers of the Faroe Islands