Emmanuelle Charpentier

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Örverufræði, lífefnafræði
20. og 21. öld
Nafn: Emmanuelle Charpentier
Fædd: 11. desember 1968 (1968-12-11) (54 ára)


Juvisy-sur-Orge, Frakklandi

Svið: Örverufræði, lífefnafræði, erfðafræði
Markverðar
uppgötvanir:
CRISPR
Alma mater: Háskóli Pierre og Marie Curie
Pasteur-stofnunin
Helstu
vinnustaðir:
Læknisfræðiskólinn í Hanover
Max Planck-smitrannsóknastofnunin
Háskólinn í Umeå
Vínarháskóli
Verðlaun og
nafnbætur:
Wolf-verðlaunin í læknisfræði (2020)
Nóbelsverðlaunin í efnafræði (2020)

Emmanuelle Marie Charpentier (f. 11. desember 1968) er franskur örverufræðingur, erfðafræðingur og lífefnafræðingur. Hún vann til Nóbelsverðlauna í efnafræði árið 2020 ásamt Jennifer Doudna fyrir þróun þeirra á CRISPR-erfðatækninni. Charpentier er meðlimur í frönsku vísindaakademíunni og frönsku tækniakademíunni.

Menntun og störf[breyta | breyta frumkóða]

Emmanuelle Charpentier nam lífefnafræði og örverufræði við Pasteur-stofnunina frá 1992 til 1995. Hún útskrifaðist árið 1995 með doktorsgráðu í örverufræði frá Háskóla Pierre og Marie Curie árið 1995. Frá árinu 1995 vann hún nýdoktorsrannsóknir í Bandaríkjunum við Rockefeller-háskóla í New York, við læknadeild New York-háskóla, við Skirball-stofnunina í New York og við Rannsóknarbarnaspítala Heilagrar Júttu í Memphis.[1]

Árið 2002 réð formaður rannsóknarhóps Charpentier sem gestaprófessor og síðan lektor við Vínarháskóla í Austurríki og hélt hún þeirri stöðu til ársins 2009. Árið 2009 var hún ráðin dósent við Háskólann í Umeå og stýrði þar rannsóknarteymi.

Árið 2013 varð hún prófessor við læknisfræðiskólann í Hanover og við smitrannsóknastofnunina í Brúnsvík í Þýskalandi.

Árið 2014 vann Charpentier til Alexander von Humboldt-prófessorsverðlaunanna. Hún hefur síðan þá unnið hjá þremur stofnunum; í Umeå, Hanover og Brúnsvík.[2]

Í apríl árið 2014 tilkynnti félagið CRISPR Therapeutics, sem Charpentier stofnaði ásamt Rodger Novak og Shaun Foy, að það hefði aflað 25 milljarða Bandaríkjadala til að þróa erfðabreytingatækni á grundvelli CRISPR-Cas9-tækninnar í lækningaskyni.[3][4][5]

Árið 2015 var Emmanuelle Charpentier ráðin sem framkvæmdastjóri Max Planck-stofnunarinnar fyrir smitfræði í Berlín. Frá 2018 hefur hún verið framkvæmdastjóri Max Planck-rannsóknarmiðstöðvarinnar í sýklavísindum.

Framlög til vísinda[breyta | breyta frumkóða]

Emmanuelle Charpentier vinnur við stýringu á genatjáningu frá sjónarhorni ríbósakjarnsýra og við sameindagrundvöll smitunar. Hún hefur einnig fengist við rannsóknir á því hvernig gerlar berjast gegn sýkingum.

Hún varð heimsfræg með því að greina hlutverk próteinsins Cas9 í ónæmiskerfi tiltekinna gerla. Hún fann jafnframt upp CRISPR/Cas9-erfðatæknina ásamt Jennifer Doudna, sem hefur gerbylt sviði erfðatækninnar.[6] Fyrir þessa uppgötvun hefur Charpentier unnið til fjöldra mikilsvirtra verðlauna og viðurkenninga, þar á meðal Nóbelsverðlaunanna í efnafræði árið 2020.[7]

Einkahagir[breyta | breyta frumkóða]

Emmanuelle Charpentier fæddist í úthverfunum sunnan við París. Hún á tvær eldri systur.[8]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Florence Rosier (19. janúar 2015). „Emmanuelle Charpentier le charmant petit monstre du génie génétique“ (franska). Le Monde. Sótt 7. október 2020.
  2. (enska) http://www.helmholtz-hzi.de/en/research/research_topics/bacterial_and_viral_pathogens/regulation_in_infection_biology/e_charpentier/. Sótt 7. október 2020. {{cite web}}: |title= vantar (hjálp)
  3. „CRISPR - Cas9 : intervenir sur l'ADN humain ? Des chercheurs alertent sur le risque de dérive éthique“. www.industrie-techno.com. Sótt 7. október 2020.
  4. „CRISPR“. crisprtx.com. Sótt 7. október 2020.
  5. Yann Verdo, « Crispr, la découverte qui met la génétique en ébulltion », Les Échos Week-end, 15. apríl 2016.
  6. Martin Jinek (2012). „Programmable dual-RNA-guided DNA endonuclease in adaptive bacterial immunity“. Science (enska). 337 (6096): 816–821. doi:10.1126/science. PMID 22745249. {{cite journal}}: Texti "--" hunsaður (hjálp)
  7. „Génétique : le Nobel de chimie à la Française Emmanuelle Charpentier et l'Américaine Jennifer Doudna“ (franska). Le Figaro. 7. október 2020. Sótt 7. október 2020.
  8. „Emmanuelle Charpentier: une existence dédiée à la science“. letemps.ch (franska). 21. apríl 2015. Sótt 7. október 2020.