Jennifer Doudna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Jennifer Doudna

Jennifer Anne Doudna (fædd 19. febrúar 1964) er bandarískur lífefnafræðingur. Hún er prófessor við efnafræði, efnaverkfræði og frumulíffræðideild við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Doudna hefur stundað rannsóknir við Howard Hughes Medical Institute (HHMI) frá 1997 og frá 2018 er hún rannsakandi við Gladstone Institutes og prófessor við Kaliforníuháskóla í San Francisco.

Doudna er leiðandi í erfðatækni sem hefur verið kölluð „CRISPR-byltingin“ en hún lagði grunn að og stýrði þróun á erfðabreytingum með CRISPR tækni. Árið 2012 voru Doudna og Emmanuelle Charpentier fyrst til þess að stinga upp á að CRISPR/Cas9 mætti nota til að forrita og breyta genum. Það er núna talin ein mesta uppgötvun í sögu líffræði. Árið 2018 fékk Doudma norsku verðlaunin Kavliprisen ásamt Emmanuelle Charpentier og Virginijus Šikšnys.

Doudna vann til Nóbelsverðlaunanna í efnafræði árið 2020 ásamt Charpentier fyrir uppgötvun CRISPR/Cas9-erfðatækninnar.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Nó­bels­verðlaun fyr­ir erfðatækni“. mbl.is. 7. október 2020. Sótt 7. október 2020.