Jennifer Doudna

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jennifer Doudna

Jennifer Anne Doudna (fædd 19. febrúar 1964) er bandarískur lífefnafræðingur. Hún er prófessor við efnafræði, efnaverkfræði og frumulíffræðideild við Kaliforníuháskóla í Berkeley. Doudna hefur stundað rannsóknir við Howard Hughes Medical Institute (HHMI) frá 1997 og frá 2018 er hún rannsakandi við Gladstone Institutes og prófessor við Kaliforníuháskóla í San Francisco.

Doudna er leiðandi í erfðatækni sem hefur verið kölluð „CRISPR-byltingin“ en hún lagði grunn að og stýrði þróun á erfðabreytingum með CRISPR tækni. Árið 2012 voru Doudna og Emmanuelle Charpentier fyrst til þess að stinga upp á að CRISPR/Cas9 mætti nota til að forrita og breyta genum. Það er núna talin ein mesta uppgötvun í sögu líffræði. Árið 2018 fékk Doudma norsku verðlaunin Kavliprisen ásamt Emmanuelle Charpentier og Virginijus Šikšnys.

Doudna vann til Nóbelsverðlaunanna í efnafræði árið 2020 ásamt Charpentier fyrir uppgötvun CRISPR/Cas9-erfðatækninnar.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Nó­bels­verðlaun fyr­ir erfðatækni“. mbl.is. 7. október 2020. Sótt 7. október 2020.