Fara í innihald

Dean Smith (knattspyrnuþjálfari)

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Dean Smith
Dean Smith 2011
Upplýsingar
Fullt nafn Dean Smith
Fæðingardagur 19. mars 1971
Fæðingarstaður    West Bromwich, England,
Hæð 1.83m
Leikstaða Varnarmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Aston Villa (þjálfari)
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
1989-1994

1994-1997

1997-2003

2003-2004

2004-2005

Walsall F.C.

Hereford United

Leyton Orient

Sheffield Wednesday

Port Vale

142 (2)

117 (19)

239 (32)

55 (1)

13 (0)

Þjálfaraferill
2011-2015

2015-2018

2018-2021

2021-2022

2023-

Walsall

Brentford

Aston Villa

Norwich City

Leicester City

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins.

Dean Smith (fæddur 19. mars árið 1971 í West Bromwich) er enskur knattspyrnuþjálfari og fyrrum leikmaður. Hann er nú stjóri Leicester City.

Smith hóf leikferil sinn sem varnarmaður fyrir Walsall F.C.. Hann var þar frá 1989-1994. Hereford United keypti Smith á 80.000 pund 1994, hann spilaði fyrir þá til ársins 1997. Leyton Orient keypti hann síðan á 42.500 pund og spilaði hann fyrir þá til 2003. Smith lék fyrir Sheffield Wednesday í eitt tímabil frá 2003-2004. Smith spilaði síðasta tímabilið sitt fyrir Port Vale árin 2004-2005 en hann lagði skóna á hilluna eftir eitt tímabil með þeim.

Eftir að leikferlinum er lokið þjálfaði hann yngri flokka hjá Leyton Orient frá janúar 2005 þar til hann fær stöðuhækkun í aðstoðarþjálfara undir lok á tímabilsins 2004/2005. Hann og þáverandi aðalþjálfari Leyton Orient Martin Ling yfirgefa félagið eftir slaka byrjun á tímabilinu 2008/2009.

Í júlí 2009 sneri Smith aftur til síns gamla félags og gerist yfirmaður yngri flokka hjá Walsall. Byrjun árs 2011 var þjálfari Walsall Chris Hutchings rekinn og Smith var fenginn til að klára tímabilið með liðinu sem sat á botninum þegar hann tók völd. Honum tókst að halda félaginu uppi í ensku þriðju deildinni einu stigi fyrir ofan Dagenham & Redbridge F.C. sem féll.

Næsta tímabil sem stóð yfir frá 2011-2012 endaði Walsall einu sæti ofar í 19. sæti en í þetta skiptið í mikið þægilegri stöðu 7 stigum frá fallsæti. Tímabilið 2012-2013 tókst Smith að lenda í 9. sæti aðeins 6 stigum frá umspili til að komast í Ensku B deildina.

Tímabilið 2013-2014 byrjaði vel fyrir Walsall og Smith stundum kallaður hinn rauðhærði José Mourinho af stuðningsmönnum Walsall en þeim tókst ekki að viðhalda góða forminu sem þeir voru komnir í og enduðu í 13. sæti. 2014-2015 tímabilið lenti Walsall í 14. sæti.

Tímabilið 2015-2016 byrjaði mjög vel og skrifaði Smith undir nýjan 12 mánaða samning. Aðeins 6 vikum eftir að hafa skrifað undir samningin við Walsall skrifaði hann undir samning við Brentford sem var í deildinni fyrir ofan Walsall.

Dean Smith skrifaði undir hjá Brentford þann 30. nóvember 2015. Brentford endaði í 9. sæti í ensku B deildinni fyrsta tímabilið undir stjórn Smiths. Tímabilið 2016-2017 fékk Smith inn 18 nýja leikmenn til liðsins. Honum tókst þó ekki að gera betur en árinu áðir og lendir í 10. sæti. Tímabilið 2017-2018 endaði Brentford í 9. sæti. Smith var orðinn þekktur fyrir að spila skemmtilegann fótbolta og það með mikið minna af pening en önnur lið í deildinni. Í febrúar 2018 skrifaði Smith undir nýjan 12 mánaða samning. Dean Smith komst hins vegar ekki langt inn í tímabilið 2018/2019 með Brentford vegna þess að þann 10. október 2018 skrifar hann undir hjá Aston Villa.

Aston Villa

[breyta | breyta frumkóða]

Aston Villa var í 14. sæti þegar Smith tók völdin og því mikið verk framundan fyrir honum. Gengi Aston Villa gjörbreyttist undir Smith og fór staðan á töflunni að lagast, í desember 2018 sátu þeir rétt fyrir utan umspilssætin. Jack Grealish sem var lang mikilvægasti leikmaður Aston Villa meiddist snemma í desember og kom ekki aftur inn í liðið fyrr en í mars 2019. Fjarvera Grealish sást á stigatöflunni og var útlitið grátt að þeir kæmust upp um deild. Þegar Grealish kom til baka var honum gefið fyrirliðabandið. Smith stýrði liði sínu í 10 sigurleiki í röð sem braut 109 ára gamalt met. Þessir 10 sigrar dugðu til að komast í umspilið.

Aston Villa þurfti að mæta West Bromwich Albion í umspilinu sem er bæði eitt af nágrannaliðum Villa og bærinn sem Smith fæddist í. Smith tókst að sigra West Bromwich Albion og komst í úrslit umspilsins Þetta var annað árið í röð fyrir félagið í úrslitum eftir tap gegn Fulham árinu áður. Í þetta skiptið gerði Aston Villa engin mistök og unnu Derby County 2-1 og því komnir aftur í Ensku úrvalsdeildina eftir þriggja ára fjarveru.

Stór hluti leikmanna Aston Villa voru á láni eða samninglausir og því þurfti Smith nánast að búa til nýtt lið frá grunni. Hann keypti 12 leikmenn fyrir samtals 144.5 milljónir punda þar á meðal framherjann Wesley sem kemur til félagsins á metfé fyrir Aston Villa. Þann 29. nóvember 2019 framlengdi Smith samning sinn til ársins 2023. Með 4 leiki eftir sat Aston Villa 7 stigum frá öruggu sæti og undirbúningur fyrir fall hafinn en Smith tókst að halda liði sínu uppi með 1-1 jafntefli gegn West Ham í síðasta leik tímabilsins. Sama tímabil tókst Smith að koma Aston Villa í úrslit Enska Deildarbikarsins en tapaði fyrir Manchester City 2-1 á Wembley.

Tímabilið 2020-2021 héldu kaupin áfram og var eytt í kringum 90 milljónum punda í leikmenn þar á leikmanninn Ollie Watkins sem áður spilaði undir Smith hjá Brentford á metfé fyrir Aston Villa. Tímabilið byrjaði með látum með 4 sigrum í röð, meðal annars 7-2 sigrinum á deildarmeisturum liðins tímabils Liverpool. Allt leit út fyrir að Aston Villa myndi reyna við evrópusæti en aftur meiðist Jack Grealish og missti af mörgum mánuðum, gengi liðsins versnar í fjarveru fyrirliðans. Aston Villa endaði í 11. sæti undir stjórn Smiths, mikil bæting frá árinu áður.

Tímabilið 2021-2022 gekk ekki vel fyrsta þriðjung tímabilsins og var Smith rekinn í nóvember.

Norwich City

[breyta | breyta frumkóða]

Smith tók við Norwich City stuttu eftir að hann var rekinn frá Aston Villa.