Fara í innihald

Lundúnaborg

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá City of London)
Skýjakljúfar í Lundúnaborg árið 2013
Lundúnaborg innan Stór-Lundúnarsvæðisins

Lundúnaborg (enska: City of London) er sýsla á Stór-Lundúnasvæðinu á Suðaustur-Englandi á Bretlandi. Englendingar kalla venjulega Lundúnaborg „Borgina“ (enska: the City) eða „Fermíluna“ (enska: Square Mile) vegna þess að flatarmál þess svæðis er 1,12 fermíla (2,90 km²).[1]

Hitt stóra fjármálahverfið í London er hverfið Canary Wharf, rétt austan við Lundúnaborg. Talið er að samanlagt starfi um 315.000 manns innan fjámálageirans í fjármálahverfunum.[2]

Uppruni viðskiptamiðstöðvar

[breyta | breyta frumkóða]

Á átjándu öld byrjaði London að þróa framandi nýjungar, bæði í gegnum banka og markaði, sem studdi við vöxt viðskipta í London. Þetta var m.a. gert með því að kynna til sögunnar einkabankaþjónustu auk dreifingar peningaseðla í stað notkunar á gulli og silfri. Þessi styrkta staða var einnig megindleg þar sem fjöldi starfsmanna í Lundúnaborg tvöfaldaðist, úr 170.000 starfsmönnum 1871 uppí 364.000 árið 1911. Þar að auki voru fjármálastofnanir Lundúna mjög samtvinnaðar hverri annarri og strax á þeim tíma voru þar fjöldi stórra fyrirtækja og samsteypa sem samanstóðu af um 700 bókhaldsfyrirtækjum og um 2000 lögmannsstofum árið 1891. Hins vegar voru það fjármálafyrirtækin innan Lundúnaborgar sem voru hornsteinn velgengni þess.[3]

London kom fram á sjónarsviðið og náði fordæmalausri yfirburðarstöðu í Evrópu á sama tíma og fjárhagslegar nýjungar sem fram komu í Lundúnaborg hjálpuðu til við áframhaldandi útbreiðslu evrópskra viðskipta, bæði innan Evrópu og annarra heimshluta. Á níunda áratug átjándu aldar komst breska iðnbyltingin, sem þá hafði verið að þróast um nokkurra áratuga skeið og hafði m.a. náð til Bandaríkjanna og Norðvestur-Evrópu, á enn frekara skrið. Framleiðsla, viðskipti og fjöldi verkamanna margfölduðust, þróun sem hélt áfram allt fram á fyrri hluta tuttugustu aldar.[4] Hún var líka tími samgöngubyltingarinnar sem hófst á fjórða áratug nítjándu aldar, þar sem notkun lestasamgangna umbylti, auðveldaði og stækkaði markaði fyrir bómull, stál og járn.

Kauphöllín í London

[breyta | breyta frumkóða]
Konunglega kauphöllin árið 2014

Konunglega kauphöllin (e. The Royal Exchange) var stofnuð Thomas Gresham að fyrirmynd kauphallarinnar í Antwerp. Hún var opnuð af Elísabetu 1. Englandsdrottningu árið 1571.[5]

Konunglega kauphöllin hýsti ekki einungis miðlara heldur einnig kaupmenn og varning. Þetta var upphafið af skipulögðum hlutabréfamarkaði, sem átti við vandamál að stríða uppvextinum þar sem voru miðlarar sem ekki höfðu tilskilin réttindi. Í viðleitni til að hafa stjórn á þessu, samþykkti þingið regluverk árið 1697 sem lagði á þungar refsingar, bæði fjárhagslegar og líkamlegar, gagnvart þeim sem voru uppvísir af því að stunda viðskipti án tilskilinna leyfa. Í sama regluverki var settur fastur fjöldi miðlara, 100 manns, sem seinna var hækkaður eftir því sem viðskiptin jukust.

Þetta leiddi til nokkurra vandamála, m.a. að miðlarar tóku að yfirgefa Konunglegu kauphöllina, hvort sem það var að eigin vilja eða með því að þeim var vísað út, og hófu að miðla bréfum á götum Lundúna. Gatan sem þeir stunduðu viðskipti á varð þekkt sem Exchange Alley eða Change Alley og var hentuglega staðsett nálægt Englandsbanka. Þingið gerði sitt besta til að hafa stjórn á þessu og setja lög sem bönnuðu viðskipti á þessum götum.[6]

Á átjándu öld var verðbréfamiðlurum ekki hleypti inn í Konunglegu kauphöllina þar sem þeir þóttu of óheflaðir í framkomu. Þeir urðu að stunda sín viðskipti á öðrum stöðum í nágrenninu, helst þá í Jonathan's Coffee House. Þar hóf miðlari að nafni John Casting að lista upp verð á gengi og nokkrum lykilvörum eins og salti, kolum og pappír árið 1968. Til að byrja með var listinn einungis birtur nokkrum sinnum í viku en ekki daglega.[7]

Eftir að byggingin sem hýsti Konunglegu kauphöllina eyðilagðist í brunanum mikla í London var hún endurbyggð og sett á laggirnar á ný árið 1669. Við þetta færðist markaðurinn frá kaffihúsunum nær því sem þekkist í kauphöllum nútímans.

London var núna full af nýju fjármagni og frumkvöðlum og styrkti stöðu sína með stuðningi ríkra innflytjenda eins og hins þýska Barings-banka og helsta keppinautar hans, Gyðingabankans House of Rothschild, sem þá var stærsti banki Evrópu. Þannig var mögulegt að tryggja fjármagn til fjárfestinga og lánveitinga. Báðir aðilar stóðu á bak við stuðning við hin ýmsu mannúðarmálefni, þar á meðal hungursneyðina miklu á Írlandi, sem og hin ýmsu hernaðarmálefni og alþjóðleg verkefni á vegum stjórnvalda alla öldina. [8]

Kapítalismi og neysluhyggja náðu nýjum hæðum. London tók þannig til sín titilinn sem stærsta borg og fjármálamiðstöð heims á undan París, Amsterdam, Brussel, Frankfurt og Genf. [9]

Í byrjun 20. aldar var Bretland leiðandi afl í alþjóðlegum fjármálum. Bæði Þýskaland og Bandaríkin voru stærri hagkerfi, en Bretland var miðstöð fyrir alþjóðaviðskipti sem voru fjármögnuð af Lundúnaborg. Þá var breski gjaldmiðillinn, Sterlingspundið, nýtt ásamt gulli til að gera upp reikninga, ekki bara innan Breska heimsveldisins, heldur á alþjóðavísu.

Á meðan á fyrri heimsstyrjöldinni stóð, tóku Bandaríkin við af Bretlandi sem leiðandi lánveitandi á alþjóðavísu og hélt svo áfram að spila lykilhlutverk í alþjóða fjármálakerfinu eftir stríð. New York stóð orðið jafnfætis London sem leiðandi fjármálamiðstöð. [10]

Seinni heimsstyrjöldin lamaði breska hagkerfið eins og flest önnur, sérstaklega í Evrópu og Japan, þó svo Bandaríska hagkerfið hafi staðið hana af sér. Árið 1945 voru Bandaríkin ábyrg fyrir um helming allrar heimsframleiðslu og var auk þess leiðandi lánveitandi. Það stuðlaði að því að önnur hagkerfi opnuðu landamæri sín fyrir erlendum fjárfestum og fyrirtækjum. [11]

Bretlandi tókst þó að halda í styrka stöðu Sterlingspundsins þar sem það hafði í upphafi stríðs gert samning við vinaþjóðir um að stunda viðskipti með pundið, og koma þannig í veg fyrir að þær þjóðir myndu færa sig alfarið yfir í Bandaríkjadollara. [12]

Eftir að hafa gefið eftir í samkeppni við New York og jafnvel París og Zurich sem fjármálamiðstöð, reis The City of London upp í kjölfar Evrumarkaðanna sem gerðu London að þeirra heimamarkaði. Það voru aðallega þrjár megin ástæður fyrir að London varð fyrir valinu; 1. Fjármálahefðin í London, 2. Viðhorf bæði breskra og evrópskra yfirvalda, og 3. Áhrifin af regluverki bandarískra bankakerfisins. [13]


Kauphöllin í London liggur við Paternoster Square

London hefur verið aðalfjármálamiðstöð Bretlandseyja og stór viðskiptamiðstöð síðan á miðöldum. Í dag keppir borgin við New York sem leiðandi fjámálamiðstöð heimsins. Stærstur hluti fjámálageira London er staðsettur innan Lundúnaborgar, sem lengi hefur verið aðalviðskiptamiðstöð bresku höfuðborgarinnar.

Lundúnaborg er fjármálahverfi þar sem áhersla er á innlenda og erlenda fjármálastarfsemi auk starfa sem fjármálastarfsemi leiðir af sér eins og tryggingar, lögfræði og bókhald, með rúmlega 232.000 starfmenn (56% allra starfsmanna í hverfinu) auk annarra starfa með tæplega 190.000 starfsmenn (44%). „Allt frá 18. öld hafa alþjóðlegir bankar sóttst eftir að hafa útibú í London“ [14] þar sem mörg stærstu og virtustu fyrirtæki heimsins eru með höfuðstöðvar á svæðinu auk alþjóðlegra banka og eru um 500 fjármálafyrirtæki á svæðinu og 251 erlend. [15]

Flest viðskipti fara fram í London í gegnum kauphöllina í London, sem er ein af fjórum stærstu kauphöllum í heiminum og sú stærsta í Evrópu. Viðskipti uppá um $2,5 trilljónir eiga sér stað á hverjum degi í kauphöllinni í London frá apríl 2013, og er veltan í London meiri en allir aðrið markaði samanlagðir, en það eru New Tork, Singapore, Tókýó, Ástralía og Kanada. Þetta veitir London stóran hluta af árlegri markaðshlutdeild.[16]

Vegna fjölþjóðlegra áhrifa allt frá miðöldum hefur London verið og mun verða mótuð af efnahagslegri hnattvæðingu og heldur áfram að bæta stöðu sína sem hlið að Evrópu og Bretlandi sem og á heimsvísu.[17]


Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Corporation of London. June 2005. „City of London Resident Population Census 2001. (PDF)“ (PDF). Sótt 13. maí 2015.
  2. London‘s Economic Plan. „London's Economic Plan and Major Industries“. Sótt 13. maí 2015.
  3. Cassis, Youssef (2006). Capitals of Capital: A History of International Financial Centres, 1780–2005. Cambridge, UK: Cambridge University Press. ISBN 9780521845359.
  4. Cassis, Youssef (2006). Capitals of Capital: A History of International Financial Centres, 1780–2005. Cambridge, UK: Cambridge University Press. ISBN 9780521845359.
  5. „London Stock Exchange“. Sótt 20. maí 2015.
  6. „London Stock Exchange“. Sótt 20. maí 2015.
  7. „Jonothan's Coffee-House“. Sótt 20. maí 2015.
  8. Cassis, Youssef (2006). Capitals of Capital: A History of International Financial Centres, 1780–2005. Cambridge, UK: Cambridge University Press. ISBN 9780521845359.
  9. Cassis, Youssef (2006). Capitals of Capital: A History of International Financial Centres, 1780–2005. Cambridge, UK: Cambridge University Press. ISBN 9780521845359.
  10. „Te Ara – The Encyclopedia of New Zealand. International economic relations Page 2 – International economic order after 1900“. Sótt 2. júní 2015.
  11. „Te Ara – The Encyclopedia of New Zealand. International economic relations Page 2 – International economic order after 1900“. Sótt 2. júní 2015.
  12. „Te Ara – The Encyclopedia of New Zealand. International economic relations Page 3 – Britain and New Zealand - 1900 to 1940“. Sótt 2. júní 2015.
  13. Cassis, Youssef (2006). Capitals of Capital: A History of International Financial Centres, 1780–2005. Cambridge, UK: Cambridge University Press. ISBN 9780521845359.
  14. BIS. July 2010, p. 12. „Committee on the Global Financial System, Long Term Issues in International Banking. (PDF)“ (PDF). Sótt 14. maí 2015.
  15. London‘s Economic Plan. „London's Economic Plan and Major Industries“. Sótt 13. maí 2015.
  16. BIS Quarterly Review. December 2013. „FX market trends before, between and beyond Triennial Surveys. (PDF)“ (PDF). Sótt 14. maí 2015.
  17. Cassis, Youssef (2006). Capitals of Capital: A History of International Financial Centres, 1780–2005. Cambridge, UK: Cambridge University Press. ISBN 9780521845359.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.