Fara í innihald

Chongqing Jiangbei-alþjóðaflugvöllurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Tölvuteikning af þremur farþegamiðstöðvum Chongqing Jiangbei flugvallarins.
Tölvuteikning af þremur farþegamiðstöðvum Chongqing Jiangbei flugvallarins.
Mynd af þriðju farþegamiðstöð Chongqing Jiangbei alþjóðaflugvallarins.
Frá þriðju farþegamiðstöð Chongqing Jiangbei flugvallarins.
Mynd af snarlest þriðju farþegamiðstöðvar Chongqing Jiangbei flugvallarins.
Snarlest þriðju farþegamiðstöðvar Chongqing Jiangbei flugvallarins.
Mynd af inngangi þriðju farþegamiðstöðvar Chongqing Jiangbei flugvallarins.
Inngangur þriðju farþegamiðstöðvar Chongqing Jiangbei flugvallarins.

Alþjóðaflugvöllur Chongqing Jiangbei (IATA: CKG, ICAO: ZUCK) (kínverska: 重庆江北国际机场; rómönskun: Chóngqìng Jiāngběi Guójì Jīchǎng) er meginflughöfn Chongqing, borghéraðs í Alþýðulýðveldinu Kína. Hann er einn af stærri flugvöllum í suðvestur Kína og einn af þremur borgaralegum flugvöllum Chongqing borgar.

Flugvöllurinn er staðsettur um 19 kílómetra norður af miðborg Chongqing í Jiangbei hverfi sem gefur honum nafn. Hann hefur þrjár farþegamiðstöðvar og tvær flugbrautir. IATA flugvallarkóði hans , CKG, er dreginn af fyrrum rómönsku nafni borgarinnar, Chungking.

Flugvöllurinn hefur vaxið hratt. Árið 2019 afgreiddi hann um 44.9 milljónir farþega og um 382.000 tonn af farmi.

Chongqing Jiangbei alþjóðaflugvöllur opnaði árið 1990. Síðan þá, vegna mikillar fjölgunar farþega hefur völlurinn verið í miklu stækkunarferli. Fyrsti, annar og þriðji byggingaráfangi flugvallarins tók til starfa árið 1990, 2004 og 2010. Farþegamiðstöð tvö hefur getu til að taka við um 15 milljónum farþega árlega og farþegamiðstöð 3 um 45 milljónum farþega.

Flugvöllur er nú enn einni stækkuninni með þá framtíðarsýn að verða stærsta alþjóðlega flugstöð í vesturhluta Kína árið 2030. Hann keppir við flugvelli héraðshöfuðborganna Chengdu, Kunming, Wuhan og Xian um að verða fjórða stærsta flugstöð Kína, á eftir Beijing, Sjanghæ og Guangzhou).

Fjórða stækkunin felur í sér byggingu þriðju flugbrautarinnar og nýrrar farþegamiðstöðvar sem verður um 530.000 fermetrar, meira en tvöföld stærð núverandi farþegamiðstöðva samanlögð.

Samgöngur við flugvöllinn eru einnig í mikilli uppbyggingu. Verið er að leggja fjóra umfangsmikla þjóðvegi í kringum flugvöllinn sem eru hluti af áformum um að styrkja Chongqing sem svæðisbundna samgöngumiðstöð í vesturhluta Kína. Byggð verður 300.000 fermetrar flutningamiðstöð, sem mun fela í sér járnbrautarlestir, léttlestir og neðanjarðarlestir.

Í fimmta stækkunar áfanga flugvallarins verður byggð ný farþegamiðstöð og fjórða flugbrautin. Því á að ljúka um miðjan þriðja áratuginn.

Samgöngur við flugvöllinn

[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er tengdur borginni með ýmsum samgöngutækjum. snarlestir tengja flughöfnina við miðborg Chongqing. Að auki tengja strætisvagnar og gott vegakerfi flughöfnina við borgina og nærliggjandi svæði. Fyrirhugað er að byggja fleiri vega- og lestartengingar.

Flugfélög

[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn er aðalmiðstöð og safnvöllur fyrir heimafélögin China Express Airlines, og China West Airlines, sem og fyrir China Southern Airlines, Sichuan Airlines, Shandong Airlines, og XiamenAir. Þá er Chongqing er sérstök áhersluborg Air China og Hainan Airlines.

Alls starfa á hinum flugvellinum 50 farþegaflugfélög og 16 farmflugfélög.

Flugleiðir

[breyta | breyta frumkóða]

Flugvöllurinn býður tengingar til 83 innlendra borga og 37 alþjóðlegra borga og svæða. Margir áfangastaðir flugvallarins eru innan Kína, þar sem hann þjónar flestum stærri borgum landsins. Alþjóðlegir áfangastaðir eru í Evrópu, Asíu, Eyjaálfu, Afríku, og Norður Ameríku.

Dæmi um alþjóðlegar borgir sem flogið er til eru Auckland, Helsinki, London, Moskva, Róm, Bangkok, New York, Los Angeles, Seúl, Taípei, Tókíó, Hong Kong, Dóha, og mun fleiri staða.