Brauð
Brauð er mikilvæg grunnfæða sem búin er til með því að baka, gufusjóða eða steikja brauðdeig. Deigið er gert úr mjöli og vatni, en salti er yfirleitt bætt við auk lyftiefnis eins og lyftidufti eða geri. Brauð inniheldur auk þess oft krydd (til dæmis kúmenfræ) og heil korn (til dæmis sesamfræ eða valmúafræ).
Vegna mikils glútens sem gefur deiginu teygjanleika og mýkt, er hefðbundið hveiti, einnig þekkt sem brauðhveiti, algengasta kornið sem notað er í framleiðslu á brauði en brauð er einnig gert úr mjöli annarra hveititegunda, þar á meðal durum og spelti, rúgi, bygg, maís og höfrum, sem yfirleitt, en þó ekki alltaf er blandað við hefðbundið hveiti.
Saga brauðsins
[breyta | breyta frumkóða]Brauð er eitt af elstu tilbúnum matvælunum. Í Evrópu hafa fundist 30 þúsund ára gamlar sterkjuleifar á steinum sem notaðir voru til að mala plöntur og mögulegt er að á þeim tíma hafi sterkjan verið tekin úr rótum plantna, til dæmis burkna, dreift á slétta klöpp, sett yfir eld og eldað í frumstætt form flatbrauðs. Um 10.000 f.Kr., við upphaf nýsteinaldar þegar landbúnaður fór að verða útbreiddur, varð korn undirstöðuefni í brauðgerð.
Mikil framför varð í brauðgerð árið 1961 með þróun Chorleywood-aðferðarinnar, þar sem notuð er mun vélrænni vinna en áður þekktist á deigið til að draga verulega úr gerjunartímanum, og þeim tíma sem tekur að framleiða brauð. Ferlið sem gerir ráð fyrir notkun korns með lágu próteinmagni, er nú almennt notað um allan heim í stórum verksmiðjum. Þess vegna er hægt að framleiða brauð á stuttum tíma og á lágum kostnaði fyrir bæði framleiðanda og neytanda.
Framreiðsla og neysla
[breyta | breyta frumkóða]Brauð er hægt að bera fram bæði heitt eða við stofuhita. Þegar brauðið er bakað getur það síðan verið ristað í brauðrist. Það er oftast borðað með höndum, annaðhvort eitt og sér eða með öðrum matvælum.
Brauði er hægt að dýfa í vökva, svo sem ýmis konar sósur, ólífuolíu eða súpu.
Hægt er að setja alls konar álegg á brauð, sem oft er smurt með ýmsum tegundum af smjöri áður en áleggið er sett á, eða gera úr því samlokur sem geta innihaldið ýmis afbrigði af kjötáleggi, osti, grænmeti, sultum og kryddtegundum.
Tengt efni
[breyta | breyta frumkóða]Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]- „Brauðgerðargaman“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1989
- „Úr sögu brauðsins“; grein í Lesbók Morgunblaðsins 1978