Kúmen
Kúmen | ||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||
| ||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||
Carum carvi L. | ||||||||||||||
Samheiti | ||||||||||||||
|
Kúmen er jurt af sveipjurtaætt. Kúmen er notað sem krydd í brennivín og bakstur. Það vex villt á Íslandi m.a. í Viðey. Skúli fógeti flutti kúmen til Viðeyjar, hann mun hafa sótt það austur að Hlíðarenda, en Gísli Magnússon, sýslumaður þar, einn af fyrstu íslensku náttúrufræðingunum jafnan nefndur Vísi Gísli, mun hafa flutt plöntuna til íslands um 100 árum áður en Skúli settist að í Viðey, þ.e. um 1760. Á haustin er oft farið í ferðir út í Viðey til að tína kúmen.
Útbreiðsla
[breyta | breyta frumkóða]Kúmen er upprunalega frá Evrópu, Norður-Afríku og Vestur Asíu, en hefur breiðst víða út með ræktun.[3]
Það vex á láglendi víða um landið, en sjaldan í miklum mæli nema helst á Suðurlandi. Kúmen heldur sig yfirleitt við láglendi, hæst yfir sjó er það skráð í Mývatnssveit, í 270-280 m. [4]
Orðsifjar
[breyta | breyta frumkóða]Uppruni orðsins "kúmen" er óljós, en í íslensku er orðið tekið upp úr dönsku: "kommen". Kúmen hefur verið nefnt mörgum nöfnum á mismunandi svæðum, með nöfn dregin af latneska orðinu cuminum (broddkúmen), gríska orðinu karon (aftur broddkúmen), sem var aðlagað að latínu sem carum (sem nú merkir kúmen). Á sanskrít heitir jurtin karavi, stundum þýtt sem "kúmen", en stundum sem "fennel".[5]
Enska heitið "caraway" er að minnsta kosti[6] síðan 1440 og taldi Walter William Skeat það vera af arabískum uppruna. Fræðimaðurinn Katzer áleit þó arabíska heitið al-karawya (spænska alcaravea) vera dregið af latínuheitinu carum.[5]
Tegundarheitið carvi kemur úr arabísku; "karvija" eða "karavi", nafnið er talið þýða 'frá Karie' í Litlu-Asíu.[3]
Kúmen Næringargildi í hverjum 100 g (3,5 únsur) | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Orka 330 kkal 1390 kJ | |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
| |||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||||
Percentages are relative to US recommendations for adults. Heimild: USDA Nutrient database |
-
Kúmenfræ
-
Blómstrandi kúmen.
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ „Carum carvi“. Conservatorio y Jardín Botánico de Ginebra: Flora africana. Sótt 29. september 2010.
- ↑ „Carum carvi en PlantList“. Afrit af upprunalegu geymt þann 22. júní 2021. Sótt 20. ágúst 2017.
- ↑ 3,0 3,1 Nordisk Flora [1]
- ↑ Flóra Íslands [2]
- ↑ 5,0 5,1 Katzer's Spice Pages: Caraway Caraway (Carum carvi L.)
- ↑ Walter William Skeat, Principles of English etymology, Volume 2, page 319. 1891 Words of Arabic Origin