Brauðrist

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Dæmigerð brauðrist.

Brauðrist (einnig kölluð ristavél) er heimilistæki notað til að rista brauð. Dæmigerð brauðrist notar allt að 1200 vöttum og getur ristað brauð á 1 til 3 mínúta. Mörg fyrirtæki framleiða brauðristar, nokkur þekktustu eru:

Rafmagnsbrauðristar komu á markað á Íslandi á seinni hluta þriðja áratugarins. Þannig voru brauðristar meðal ramagnstækja sem auglýst voru til sölu fyrir jólin 1927.[1] Árið eftir birtist svohljóðandi auglýsing í tímaritinu Fálkanum: Hafið þjer smakkað brúnað franksbrauð? Kaupið Therma brauðrist og brúnið brauðið á borðinu hjá yður. Þjer munuð aldrei borða óbrúnað brauð eftir það.[2]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Morgunblaðið 11. desember 1927“.
  2. „Fálkinn 14. júlí 1928“.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.