Beverly Hills 90210

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Beverly Hills 90210
Á frummáliBeverly Hills, 90210
TegundSápuópera
Unglinga-drama
Búið til afDarren Star
LeikararJason Priestley
Shannen Doherty
Jennie Garth
Ian Ziering
Gabrielle Carteris
Luke Perry
Brian Austin Green
Tori Spelling
Carol Potter
James Eckhouse
Joe E. Tata
Mark Damon Espinoza
Kathleen Robertson
Tiffani Amber-Thiessen
Jamie Walters
Hilary Swank
Vincent Young
Lindsay Price
Daniel Cosgrove
Vanessa Marcil
Höfundur stefsJohn E. Davis
TónskáldJay Gruska
UpprunalandFáni Bandaríkjana Bandaríkin
FrummálEnska
Fjöldi þáttaraða293
Fjöldi þátta10
Framleiðsla
Lengd þáttar43-48 mínutur
FramleiðslaAaron Spelling
Útsending
Upprunaleg sjónvarpsstöðFOX
Myndframsetning480i (SDTV)
HljóðsetningStereo (1990–1993)
Surroundhljóð (1993–2000)
Sýnt4. október 199017. maí 2000
Tímatal
Framhald90210
Tenglar
IMDb tengill

Beverly Hills, 90210 er bandarískur unglinga-drama þáttur sem var sýndur á árunum 1990 – 2000 á FOX stöðinni í Bandaríkjunum og á mismunandi stöðvum um allan heim. Þátturinn var sýndur á Stöð 2 en Skjár Einn endursýndi þættina stuttu eftir að þeir kláruðust. Þættirnir snérust um líf ungu og ríku krakkanna í Beverly Hills í Kaliforníu, sem gengu í West Beverly menntaskólann og síðan Kaliforníu-háskóla eftir útskrift úr menntaskólanum. Þátturinn var gerður af Darren Star en Aaron Spelling og Sigurjón Sighvatsson framleiddu þáttinn. Talan 90210 er póstnúmer Beverly Hills.

Þátturinn var upphaflega byggður á þeim breytingum sem tvíburarnir Brandon (Jason Priestley) og Brenda (Shannen Doherty) Walsh, gengu í gegnum þegar þau fluttu frá Minneapolis, Minnesota til Beverly Hills ásamt foreldrum sínum, Jim og Cindy. Til viðbótar við vinina og ástarsamböndin, kljást unglingarnir í Beverly Hills við vandamál eins og til dæmis nauðganir, alkóhólisma, ofbeldi, réttindi samkynhneigðra, misnotkun lyfja, sjálfsmorð unglinga, eyðni, unglinga-óléttur og fóstureyðingar.

Þættirnir urðu vinsælir um sumarið '91, þegar FOX sýndi sérsaka sumar-seríu af þættinum á meðan aðrir þættir voru í sumarleyfi. Þættirnir urðu meðal vinsælustu þáttum FOX þegar það byrjaði 3 seríu sína þetta haust. Áhorfendum fjölgaði þegar aðalleikarar, sérstaklega Jason Priestley og Luke Perry urðu fyrirmyndir unglinga, á meðan leikkonurnar Shannen Doherty, Jennie Garth og Tori Spelling urðu frægar á öllum heimilum í Bandaríkjunum.

Yfirlit[breyta | breyta frumkóða]

Þættirnir byrja með kynningu á Walsh-fjölskyldunni: Jim, Cindy, Brandon og Brenda, sem fluttu nýlega frá Minnesota til Beverly Hills í Kaliforníu vegna stöðuhækkunar Jims. Í fyrsta þættinum byrja Brandon og Brenda í West Beverly-menntaskólanum, þar sem þau kynnast restinni af persónum þáttarins: Kelly Taylor, Steve Sanders, Andrea Zuckerman, Dylan McKay, David Silver, Scott Scanlon og Donna Martin. Þátturinn fylgdist með einkalífi þeirra og starfsframa í gegnum byrjun fullorðinsáranna en kynnti einnig reglulega til leiks nýjar persónur þegar líða fór á þættina.

Leikarar[breyta | breyta frumkóða]

Aðalleikarar
Leikari Persóna Þáttaraðir Ár
Jason Priestley Brandon Walsh 1–9 1990–1998
Shannen Doherty Brenda Walsh 1–4 1990–1994
Jennie Garth Kelly Taylor 1–10 1990–2000
Ian Ziering Steve Sanders 1–10 1990–2000
Gabrielle Carteris Andrea Zuckerman 1–5 1990–1995
Luke Perry Dylan McKay 1–6; 9–10 1990–1995; 1998–2000
Brian Austin Green David Silver 1–10 1990–2000
Douglas Emerson Scott Scanlon 1–2 1990–1991
Tori Spelling Donna Martin 1–10 1990–2000
Carol Potter Cindy Walsh 1–5 1990–1995
James Eckhouse Jim Walsh 1–5 1990–1995
Joe E. Tata Nat Bussichio 1–10 1990–2000
Mark Damon Espinoza Jesse Vasquez 4–5 1993–1995
Kathleen Robertson Clare Arnold 4–7 1994–1997
Tiffani-Amber Thiessen Valerie Malone 5–9 1994–1998
Jamie Walters Ray Pruit 5–6 1994–1996
Hilary Swank Carly Reynolds 8 1997–1998
Vincent Young Noah Hunter 8–10 1997–2000
Lindsay Price Janet Sosna 8–10 1997–2000
Daniel Cosgrove Matt Durning 9–10 1998–2000
Vanessa Marcil Gina Kincaid 9–10 1998–2000

Brottfarir[breyta | breyta frumkóða]

Shannen Doherty[breyta | breyta frumkóða]

Eftir mikla spennu í leikaraliðinu, yfirgaf Shannen Doherty þættina í lok fjórðu seríu. Persóna Shannen, Brenda Walsh, var skrifuð úr þáttunum, þar sem hún flutti til London til að ganga í leiklistarskóla. Þó að fjarvera persónunar hafi upphaflega verið áætluð í eitt ár sneri hún aldrei aftur, þrátt fyrir að vera nefnd nokkrum sinnum í þeim þáttum sem eftir voru. Í staðinn fyrir hana kom Tiffani-Amber Thiessen, sem lék slæmu stelpuna Valerie Malone. Shannen hefur leikið Brendu Walsh í þáttunum 90210 ásamt fyrrum meðleikurum sínum, Jennie Garth, Tori Spelling, Ann Gillespie og Joe E. Tata.

Gabrielle Carteris[breyta | breyta frumkóða]

Gabrille Carteris yfirgaf þættina í lok fimmtu þáttaraðar.

Persónan hennar, Andrea Zuckerman, breyttist mikið á milli menntaskóla og háskóla. Í menntaskóla var Andrea gáfaði ritstjóri blaðsins í West Beverly, var hrifin af Brandon og bjó ekki í nágrenni skólans. Í fjórðu þáttaröðinni (fyrsta árið í háskóla), hætti Andrea (en fer síðan aftur í skóla til að verða læknir), varð ólétt og giftist manni sem hún þekkir varla (Jesse Vasques) áður en árið er á enda. Óléttan var spunnin upp að beiðni Carteris, því hún var ólétt í alvörunni, varð mikil breyting fyrir persónuna og varð til þess að hún einangraðist frá hinum persónum þáttanna. Andrea Zuckerman hætti að lokum í þáttunum í lok fimmtu þáttaraðar vegna þess að hún ákvað að fara í Yale.

Eftir að fimm ára samningur Carteris rann út, hætti hún í þáttunum til að stjórna sínum eigin spjallþætti sem entist aðeins í eitt ár. Carteris sneri aftur í Beverly Hills 90210 sem gestur í sjöttu, áttundu og tíundu seríu.

James Eckhouse og Carol Potter[breyta | breyta frumkóða]

Báðir leikararnir hættu í þáttunum í lok fimmtu þáttaraðar við enda samningstímabilsins. Á menntaskólaárum þáttanna voru Jim og Cindy Walsh aukapersónur og gáfu Brandon og Brendu oft góð ráð, ásamt vinum þeirra en þau fengu sjaldan sinn eigin söguþráð. Þau eyddu mestum tíma sínum í að bregðast við þeim ýmsu hlutum sem Brenda, Brandon og seinna Valerie gerðu. Þegar þátturinn fer á háskólastigið renna Jim og Cindy enn meira inn í bakgrunninn þegar þátturinn verður meira eins og sápuópera og persónurnar verða fullorðnar, sem minnkar þörf þeirra fyrir ráð foreldranna. Í lok fimmtu þáttaröð fara persónurnar frá Beverly Hills til Hong Kong en eru gestir í sjöttu, sjöundu og áttundu þáttaröð. Þrátt fyrir að í lokin hafi allir meðlimir Walsh fjölskyldunnar yfirgefið þættina, heldur Walsh-heimilið áfram að vera stór hluti þáttanna. Þættirnir útskýrðu það þannig að Brandon sagði Steve að foreldrar hans hefðu gefið grænt ljós á það að hann byggi áfram í húsinu.

Luke Perry[breyta | breyta frumkóða]

Luke Perry hætti í Beverly Hills, 90210 í byrjun sjöttu þáttaraðar.

Persóna Luke Perry, Dylan McKay, ætlar sér að giftast Antoniu Marchette (Rebecca Gayheart), dóttur aðalstjórans (Stanley Kamel) sem fyrirskipaði dauða föður Dylans í þriðju þáttaröð. Dylan hafði í fyrstu, ætlað að nota Anotniu sem leið til að komast að föður hennar, en verður ástfanginn af henni í staðinn. Vegna þess að faðir hennar er ekki sáttur við þá hugmynd að dóttir hans giftist Dylan, ákveður hann að Dylan muni deyja. Hann ræður leigumorðingja til að drepa Dylan en drepur að lokum Antoniu sem keyrir bíl Dylans við fyrirfram ákveðin árekstur.

Dylan er í sárum og ákveður að fara úr bænum, eftir að tengdafaðir hans ákveður að halda friðinn í erfidrykkju dóttur sinnar. Í þeim þáttaröðum sem Perry er ekki í, er það skýrt þannig að persónan hans, Dylan, hafi tekið aftur saman við Brendu og búi með henni í London.

Perry sneri aftur í níundu þáttaröðinni en var nú titlaður sem „sérstakur gestur“ — eins og Heather Locklear var í Melrose Place. Hann játar við Kelly að hann hafi komið aftur vegna þess að hann saknaði vina sinna en allra mest saknaði hann hennar.

Jason Priestley[breyta | breyta frumkóða]

Jason Priestley yfirgaf þættina í níundu þáttaröðinni. Hann var samt áfram titlaður sem framleiðandi þáttanna og leikstýrði hann nokkrum þáttum. Í þáttunum er Brandon enn að jafna sig eftir að hætt var við brúðkaup hans og Kelly, þegar honum er boðin vinna í Washington D.C., sem hann þiggur. Brandon var síðasti meðlimur Walsh-fjölskyldunnar sem yfirgaf þættina og birtist hann aðeins aftur í þáttunum í mynbandi til Donnu og Davids þegar þau gifta sig.

Priestley var fyrsti leikarinn í þáttunum sem leikstýrði þætti.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]