Fara í innihald

Sigurjón Sighvatsson

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Sigurjón Sighvatsson (f. 15. júní 1952 í Reykjavík) er íslenskur kvikmyndaframleiðandi og athafnamaður. Hann hefur framleitt yfir 30 kvikmyndir og sjónvarpsefni.

Sigurjón útskrifaðist með B.A.-gráðu í ensku og bókmenntafræði frá Háskóla Íslands. Hann fékk Fulbright-styrk til þess að fara í framhaldsnám við Háskólann í Suður Kaliforníu þaðan sem hann lauk mastersgráðu í listum.