Snjallúr
Útlit
Snjallúr er tölvuvætt úr sem býður upp á fleiri möguleika en hefðbundið úr og getur verið svipað lófatölvu í möguleikum og notkun. Fyrstu snjallúrin buðu upp á grunnmöguleika eins og reiknivél, þýðingu og leiki en í dag eru snjallúr í raun og veru fyrirferðarlitlar tölvur. Í mörg snjallúr er hægt að setja upp öpp en þau geta keyrt stýrikerfi ætluð fyrir snjallsíma.
Slík snjallúr eru oft með ýmislegum búningi eins og myndavél, hröðunarmæli, hitamæli, áttavita, snúðvísi, snertiskjá, GPS-tæki, hátalara og þráðlausum samskiptum á borð við Bluetooth og WiFi. Sum snjallúr byggja á tengingu við snjallsíma fyrir marga möguleika en önnur má nota án slíkrar tengingar.