Fara í innihald

Ástin og leigumarkaðurinn

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ástin og leigumarkaðurinn var hlaðvarpsþáttur sem var í gangi á Alvarpinu frá mars 2014 til mars 2015. Þættirnir voru í umsjón Sögu Garðarsdóttur og Uglu Egilsdóttur. Ástin og leigumarkaðurinn var einn af fyrstu þáttunum sem fór í gang á Alvarpinu og alls komu út 12 þættir. Þættirnir voru grínþættir, oft með viðtölum við gesti.