Fara í innihald

Grínistar hringborðsins

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Grínistar hringborðsins var útvarps- og hlaðvarpsþáttur í umsjón Þorsteins Guðmundssonar. Hann gekk frá 5. janúar til 28. desember 2013 á Rás 2 þar sem honum var fyrst útvarpað á laugardögum, klukkan 15. Í kjölfarið voru þættirnir síðan settir á netið sem hlaðvarp. Frá mars til september 2014 kom þátturinn út hjá Alvarpinu. Grínistar hringborðsins var einn af fyrstu hlaðvarpsþáttum Alvarpsins.