Albanska
Albanska Shqip | ||
---|---|---|
Málsvæði | Albanía, Kosóvó, Norður-Makedónía, Svartfjallaland, Grikkland, Serbía, Ítalía | |
Heimshluti | Balkanskaginn | |
Fjöldi málhafa | 7,5 milljónir (2017)[1] | |
Ætt | Indóevrópsk tungumál Albönsk mál | |
Skrifletur | Latneskt stafróf | |
Opinber staða | ||
Opinbert tungumál |
Albanía Kosóvó Norður-Makedónía Svartfjallaland | |
Tungumálakóðar | ||
ISO 639-1 | sq
| |
ISO 639-2 | alb
| |
SIL | SQI
| |
ATH: Þessi grein gæti innihaldið hljóðfræðitákn úr alþjóðlega hljóðstafrófinu í Unicode. |
Albanska (albanska: shqip) er indóevrópskt tungumál og eina málið sem eftir er af grein albanskra mála (líka kölluð illyrísk mál) sem teljast til fornbalkanmála.[2] Albanska er þjóðtunga Albana. Stöðluð albanska er opinbert mál í Albaníu og Kosóvó. Albanska nýtur auk þess opinberrar stöðu í Svartfjallalandi og Norður-Makedóníu, og hefur stöðu minnihlutamáls á Ítalíu, í Króatíu, Rúmeníu og Serbíu. Albanska er móðurmál albanskra innflytjenda víða um heim.[1][3] Málnotendur eru taldir vera allt að 7,5 milljónir.[4][1]
Greinist í 2 megin mállýskur; norður (geg) og suður (tosk), en þessar tvær greinast aftur í margar undirmállýskur sem illa skiljast sín á milli. Elstu textar frá 15. öld. Þrjú málfræðileg kyn. Óákveðni greinirinn er undansettur en sá ákveðni eftirskeyttur. Nafnorð hafa 6 föll og í sumum mállýskunum 7. Nafnorð eru sett í fleirtölu með annars vegar sjö eftirskeytum (-ë, -a,-e, -ër, -ra -t, -nj) og hins vegar þremur stofn-breytingum þar sem -a er skipt út fyrir -e, -k fyrir -q og -g fyrir gj. Lýsingarorð venjulega eftirsett líkt og í rómönskum málum og beygjast eftir kyni og tölu en ekki falli. Í spurnarsetningum er ekki snúið við orðaröð, heldur er smáorðið a sett framan við setninguna, sem verður við það að spurningu. Einu stafirnir í albanska stafrófinu sem ekki er að finna í því enska er setillu-sé og tvípunkts-e. 40 % orðaforðans tökuorð frá latínu. Ennfremur þúsundvís af tökuorðum frá tyrknesku enda albanir undirsátar tyrkjaveldis um aldir.
Nokkrar setningar og orð
[breyta | breyta frumkóða]Fyrstu töluorðin eru: një, dy, tre, katër, pesë, gjashtë, shtatë, tetë, nëntë, dhjetë. —
Shqip | Íslenska |
---|---|
Tungjatjeta | Halló |
Mirëdita | Góðan dag |
Si jeni? | Hvað segirðu gott? |
Mirë | Ég segi allt gott |
Falemenderit shumë | Takk |
Po | Já |
Jo | Nei |
A flisni islandisht? | Talarðu íslensku? |
Flas vetëm pak shqip | Ég tala bara smá albönsku |
Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 Klein, Jared; Brian, Joseph; Fritz, Matthias (2018). Handbook of Comparative and Historical Indo-European Linguistics. Walter de Gruyter. bls. 1800. ISBN 9783110542431.
- ↑ Matasović, Ranko (2019). A Grammatical Sketch of Albanian for Students of Indo European (PDF). Zagreb. bls. 39.
- ↑ Fatjona Mejdini (3. maí 2013). „Albania Aims to Register its Huge Diaspora“. Balkan Insight. Sótt 17. janúar 2017.
- ↑ Rusakov, Alexander (2017). „Albanian“. Í Kapović, Mate; Giacalone Ramat, Anna; Ramat, Paolo (ritstjórar). The Indo-European Languages. Routledge. bls. 552. ISBN 9781317391531.
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Albansk tungumál Indóevrópsk tungumál | ||
---|---|---|
Albanska | Arvaníska | Tósk |