Taugaveiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Taugaveiki má ekki rugla saman við útbrotataugaveiki.
Útbreiðsla taugaveiki. Rauður táknar háa landlæga sjúkdómstíðni og brúnn táknar miðlungs landlæga sjúkdómstíðni.

Taugaveiki (áður fyrr stundum nefnd tyfussótt, fræðiheiti: febris typhoidea) er óloftbær bakteríu-smitsjúkdómur sem berst einkum með vatni og matvælum, einkum í suðlægum löndum. Nefnd baktería ber heitið salmonella typhi og hún herjar á meltingarveg líkamans.[1]

Veturinn 1906-1907 braust út taugaveikifaraldur í Skuggahverfinu í Reykjavík. Alls veiktust 98 manns og var orsökin rakin til bakteríumengunar í Móakotslindarbrunni.

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

17 milljón sýkingartilfelli eru áætluð á hverju ári og mesta útbreiðslan er í Asíu, Afríku, Mið- og Suður-Ameríku.[1] Taugaveiki var nokkuð algengur sjúkdómur á Íslandi á árum áður og voru menn þá stundum settir í einangrun vegna smithættu. [2] Áður fyrr létust um 10 - 20 af hundraði þeirra sem veiktust en í dag er þessi tala komin undir 1 %.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir Taugaveiki
  2. Taugaveiki Heimaslóð

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  • „Hvað er taugaveiki?“. Vísindavefurinn.
  • Taugaveikis-Mæja, grein í Fréttablaðinu eftir Stefán Pálsson
  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.