Taugaveiki

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Stökkva á: flakk, leita
Útbreiðsla taugaveiki. Rauður táknar háa landlæga sjúkdómstíðni og brúnn táknar miðlungs landlæga sjúkdómstíðni.

Taugaveiki (áður fyrr stundum nefnd tyfussótt, fræðiheiti: febris typhoidea) er hættulegur smitsjúkdómur sem berst með sýklum í vatni og matvælum, einkum í suðlægum löndum. Sýkilinn salmonella typhi veldur sýkingunni og hún herjar á meltingarveg líkamans.[1]

Veturinn 1906-1907 braust út taugaveikisfaraldur í Skuggahverfinu í Reykjavík. Alls veiktust 98 manns og var orsökin rakin til sýkla í Móakotslindarbrunni.[2]

Útbreiðsla[breyta | breyta frumkóða]

17 milljón sýkingartilfelli eru áætluð á hverju ári og mesta útbreiðslan er í Asíu, Afríku, Mið- og Suður-Ameríku.[1] Taugaveiki var nokkuð algengur sjúkdómur á Íslandi á árum áður og voru menn þá stundum settir í einangrun vegna smithættu. [3]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 Kamilla Sigríður Jósefsdóttir Taugaveiki
  2. Efling.is - Vatnsveitan 100 ára
  3. Taugaveiki Heimaslóð

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]

  Þessi heilsugrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.