1875
Útlit
Ár |
Áratugir |
Aldir |
Árið 1875 (MDCCCLXXV í rómverskum tölum)
Á Íslandi
[breyta | breyta frumkóða]- 19. mars: Askja gaus. Sautján jarðir fóru í eyði á Austurlandi og harðindakafli ýtti undir vesturferðir.
- 19. nóvember - Thorvaldsensfélagið, elsta íslenska kvenfélagið í Reykjavík, var stofnað.
- Alaska, bók um hugsanlega nýlendu Íslendinga í Alaska, var gefin út.
Fædd
- 1. mars: Sigurður Eggerz, forsætisráðherra.
- 17. ágúst: Knud Zimsen, borgarstjóri Reykjavíkur.
- 20. ágúst: Ágúst H. Bjarnason, doktor í sálfræði.
Dáin
- 24. júní: Pétur Havsteen, stjórnmálamaður.
- 25. júlí: Bólu-Hjálmar, skáld.
Erlendis
[breyta | breyta frumkóða]- 7. maí - Japan og Rússland sömdu um landsvæði: Sakhalín færi til Rússlands og Kúrileyjar til Japans.
- 20. maí - Metri var skilgreindur í París.
- Vesturfarar: Íslendingabyggðin Nýja Ísland var stofnuð við Winnipegvatn í Kanada.
- Knattspyrnuliðin Birmingham City og Blackburn Rovers voru stofnuð á Englandi.
Fædd
- 14. janúar -
- Albert Schweitzer, þýskur fjölvísindamaður.
- Felix Hamrin, sænskur stjórnmálamaður og forsætisráðherra Svíþjóðar.
- 21. febrúar - Jeanne Calment, frönsk kona sem varð 122 ára.
- 7. mars - Maurice Ravel, franskt tónskáld (d. 1937)
- 21. mars - Syngman Rhee, suður-kóreskur stjórnmálamaður.
- 8. apríl - Albert 1. Belgíukonungur
- 6. júní - Thomas Mann, þýskur rithöfundur.
- 1. september - Edgar Rice Burroughs, bandarískur rithöfundur.
- 3. september - Ferdinand Porsche, austurrískur bifvélaverkfræðingur.
- 31. október - Vallabhbhai Patel, fyrsti varaforsætisráðherra Indlands.
- 4. desember - Rainer Maria Rilke, austurrískt skáld (d. 1926)
Dáin
- 29. júní: Ferdinand 1. Austurríkiskeisari
- 23. júlí - Isaac Singer, bandarískur uppfinningamaður, leikari og iðnjöfur.
- 31. júlí: Andrew Johnson, 17. forseti Bandaríkjanna.
- 4. ágúst: H.C. Andersen, danskur rithöfundur