Shah Jahan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Shah Jahan sem konungur heimsins á málverki frá miðri 17. öld.

Shahab-ud-din Muhammad Shah Jahan 1. (fullur titill: Al-Sultan al-'Azam wal Khaqan al-Mukarram, Abu'l-Muzaffar Shihab ud-din Muhammad, Sahib-i-Qiran-i-Sani, Shah Jahan I Padshah Ghazi Zillu'llah [Firdaus-Ashiyani]; úrdú: شاه ‌جہاں, persneska: شاه جهان; f. 26. janúar 1592, d. 9. maí 1666) var keisari Mógúlveldisins á Indlandsskaga frá 1628 til 1658. Nafnið Shah Jahan merkir „konungur heimsins“ á persnesku.

Hann reyndi að stækka veldi sitt og háði stríð gegn soldánsdæmunum á Dekkanhásléttunni og þegar hann lést náði Mógúlveldið yfir 9/10 hluta Indlandsskagans, en 1653 náðu Persar Kandahar á sitt vald. 1658 veiktist hann og sonur hans Aurangzeb hélt honum föngnum í kastala í Agra þar til hann lést.

Valdatíð hans var gullöld byggingarlistar Mógúlveldisins. Meðal bygginga sem hann lét reisa eru Taj Mahal og Perlumoskan í Agra. Páfuglshásætið er frá valdatíð hans og hann stofnaði einnig borgina Shahjahanabad sem nú er kölluð Gamla Delí.


Fyrirrennari:
Jahangir
Mógúlkeisari
(1628 – 1658)
Eftirmaður:
Aurangzeb