Stórabelti
Útlit
(Endurbeint frá Stóra-belti)
Stórabelti (eða Beltissund) er sundið á milli Sjálands og Fjóns í Danmörku. Mesta dýpt sundsins er um 60 metrar. Yfir sundið liggur Stórabeltisbrúin, frá Korsør á Sjálandi til Nyborg á Fjóni með viðkomu á Sprogø, sem er smáeyja í miðju sundinu. Stórabelti er stærsta og mikilvægasta sundið af þeim þremur sem tengja Kattegat við Eystrasalt, hin eru Eyrasund og Litlabelti.