Æðarkóngur

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Æðarkóngur
Æðarkóngur (til vinstri) og æðarfugl (til hægri).
Æðarkóngur (til vinstri) og æðarfugl (til hægri).
Ástand stofns
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Fuglar (Aves)
Ættbálkur: Gásfuglar (Anseriformes)
Ætt: Andaætt (Anatidae)
Ættkvísl: Æðarfuglar (Somateria)
Tegund:
S. spectabilis

Tvínefni
Somateria spectabilis
(Linnaeus, 1758)
Somateria spectabilis

Æðarkóngur (fræðiheiti: Somateria spectabilis) er stór sjóönd sem verpir á norðurhveli jarðar á Norðurslóðum við strandir Norðaustur-Evrópu, Norður-Ameríku og Asíu. Hreiður æðarkóngs er fóðrað með dúni en það er á túndru nálægt sjó. Kollan verpir 4 til 6 eggjum. Æðarkóngur fer á veturna suður á bóginn til Noregs og austurhluta Kanada þar sem fuglarnir safnast saman í stóra hópa við sjávarsíðuna. Æðarkóngur lifir á kræklingum og lindýrum úr sjó.

Æðarkóngur er minni en æðarfugl og er auðþekktur á því að blikinn er svartur með hvíta bringu og marglitt höfuð. Kollan, æðardrottning, er brún á lit.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

Tenglar[breyta | breyta frumkóða]