Ökuskírteini

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ökuskírteini eða ökuleyfi er skírteini sem er staðfesting á því að einstaklingur megi keyra vélknúið ökutæki eins og mótorhjól, bíl, vörubíl eða áætlunarbifreið á opinberum vegi. Lög um hverjir fá ökuskírteni eru mismunandi eftir löndum. Í sumum löndum er ökuskírteni gefið út eftir að viðkomandi hefur náð ökuprófi á meðan í öðrum löndum þarf viðkomandi ökuskírteni áður en hann hefur akstur.

Saga[breyta | breyta frumkóða]

Fyrsta ökuskírtenið var útgefið til frumkvöðuls nútímabílsins, Karl Benz. Vegna þess hávaða og mengunar sem sjálfrennireið hans olli í þýsku borginni Mannheim óskaði Benz eftir og fékk skírteni frá yfirvöldum að hann mætti keyra bílinn á opinberum vegum.[1]

Fyrsta landið sem gerði kröfu um ökuskírteni var Prússland 29. september 1903. Sambandið Dampfkesselüberwachungsverein var yfirumsjónaraðili prófanna sem gengu megnmegnis út á vélfræðilega þekkingu.[1] 1910 setti Þýska ríkistjórnin upp ökuréttinda kerfi sem varð síðar fyrirmynd annara landa.[1] Önnur lönd Evrópu innleiddu ökupróf á tuttugustu öldinni fram til 1977 þegar Belgar voru síðastir evrópuþjóða að innleiða slíkt kerfi.[2]

Í Bandaríkjunum var New York fyrsta borgin til að innleiða ökuréttndi fyrir atvinnubílstjóra 1. ágúst 1910.[3] Þremur árum síðar varð New Jersey fyrsta fylki Bandaríkjanna sem innleiddi ökupróf fyrir alla ökumenn.[4]

Ökuréttindi[breyta | breyta frumkóða]

Skipting ökuréttinda í Evrópusambandinu

Í fjölda landa þurfa atvinnuökumenn sérstök ökuskírteni. Í Bandaríkjum, Nýja Sjálandi og sumum ríkjum Kanada eru sérstök skírteni fyrir leigubílstjóra. Í Indlandi er atvinnu ökuskírteni gilt í 5 ár á meðan almennt ökuskírteni gildir í 20 ár. Í Bretlandi þarf sérstakt ökuskírteni fyrir að keyra bíl með sæti fyrir fleiri en 8 manns eða sem er þyngri en 3.500 kíló.

Í Evrópusambandinu og EES-löndum (þar með talið Íslandi) eru ökuskírtenum skipt í grunnflokka eftir gerð ökutækis. Mótorhjól eru í A-flokki, bílar í B-flokki, vörubílar í C-flokki og áætlunarbifreiðar í D-flokki. Undir þessum flokkum eru undirflokkar eftir afli, sætafjölda og þyngd ökutækjanna.

Heimild[breyta | breyta frumkóða]

Tilvísanir[breyta | breyta frumkóða]

  1. 1,0 1,1 1,2 Lutteroth, Johanna. „Der Lappen, der die Welt bedeutet“. einestages (German). Spiegel Online. Sótt 2. ágúst 2008.
  2. „Altes vom Auto: Meldungen aus 125 Jahren:Tops und Flops (a summary of the highlights and lowlights of the first 125 years of motoring history)“. Auto Motor u. Sport. Heft 4 2011: Seite 16. date 27 January 2011.
  3. Frederick H. Elliott, "Working Out New Auto Law In New York," New York Times 16 October 1910, 3.
  4. „New York's Auto Exports Increase-Big Jump in Cars Shipped Last Year-New Jersey Examines All Drivers“ (PDF). New York Times. 14. júlí 1913. bls. 11. Sótt 3. júní 2009.