Fara í innihald

Áætlunarbifreið

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Áætlunarbifreið á vegum National Express í Bretlandi.

Áætlunarbifreið, langferðabíll eða rúta er bifreið sem er notuð til farþegaflutninga á lengri leiðum milli staða, bæja eða borga, eftir tímaáætlun, ólíkt strætisvagni sem flytur farþega innanbæjar. Áætlunarbifreiðar eru venjulega með þægilegum sætum (og ekkert rými fyrir standandi farþega) og stórt rými fyrir farangur.

Rúta, orðsifjar

[breyta | breyta frumkóða]

Í íslensku talmáli er rúta án efa algengasta orðið yfir áætlunarbifreið. Rúta er að uppruna tökuorð úr dönsku og er fyrirmyndin rutebil, það er að segja bifreið sem flytur farþega eftir ákveðinni áætlun. Rutebil er samansett úr orðunum rute og (auto)mobil. Rute kom inn í dönsku úr frönsku, route, en er upphaflega úr latínu, rupta (via), það er að segja ruddur vegur.