Ökupróf

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Ökupróf er próf sem notað er til að prófa í hæfni einhvers að keyra vélknúið ökutæki. Ökupróf eru ólík í mismunandi löndum en oft þarf að ná prófinu áður en manni er gefið ökuskírteini. Í flestum löndum samstendur ökupróf af tveimur hlutum: bóklegt próf og verklegt próf. Á Íslandi þarf að taka bóklega prófið fyrst. Það skiptist í tvo hluta sem hafa 15 spurningar hvor um sig. Til þess að ná prófinu þarf að hafa í mesta lagi 7 röng og ósvöruð svör. Í verklegu prófi er akstursmat og lagt mat á þekkingu ökumanns á búnaði bílsins.[1]

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. „Umferðarstofa“. Sótt 26. júlí 2011.
  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.