Fara í innihald

Kvennahlaup ÍSÍ

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Kvennahlaup ÍSÍ er almenningshlaup sem haldið hefur verið í júní ár hvert frá árinu 1990. Tilgangur hlaupsins er að stuðla að heilsueflingu meðal kvenna.

Kvennahlaupið var fyrst haldið 30. júní árið 1990 í tengslum við Íþróttahátíð Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands (ÍSÍ) og fór það þá fram á 8 stöðum á landinu. Í fyrsta hlaupinu voru um 2500 konur sem tóku þátt en árið 2019 fór hlaupið fram á um 80 stöðum á landinu og voru þátttakendur um það bil 10 þúsund sem er þó nokkuð minna en mörg undanfarin ár. Árið 2008 voru þátttkendur t.d. rúmlega tuttugu þúsund talsins.[1][2]Fjölmennasti hlaupastaðurinn hefur jafnan verið í Garðabæ.

Skipuleggjendur hlaupsins hafa lagt áherslu á mikilvægi þess að hver kona geti tekið þátt í hlaupinu á sínum eigin forsendum, valið vegalengd sem hentar og að hlaupið sé viðburður þar sem kynslóðir geti sameinast og átt góða samverustund.[3]

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. „Kvennahlaup ÍSÍ 21. júní“, Morgunblaðið, 19. júní 2008 (skoðað 30. júní 2019)
  2. Isi.is, „Sjóvá kvennahlaup ÍSÍ“ Geymt 30 júní 2019 í Wayback Machine (skoðað 30. júní 2019)
  3. Mbl.is, „Kvennahlaupið er okkar stund“ (skoðað 30. júní 2019)