Siglingasamband Íslands
Útlit
Siglingasamband Íslands | |
Fullt nafn | Siglingasamband Íslands |
Skammstöfun | SÍL |
---|---|
Stofnað | 25. október 1973 |
Stjórnarformaður | Aðalsteinn Jens Loftsson |
Sambandsaðild | Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ)[1] World Sailing[1] Alþjóðakayaksambandið (ICF)[1] Alþjóðaróðrarsambandið (FISA)[1] |
Iðkendafjöldi 2010 | 1.490[2] |
Siglingasamband Íslands (skammstafað SÍL) er samband siglingafélaga á Íslandi stofnað 25. október árið 1973 af siglingafélögunum í Reykjavík, Kópavogi og á Akureyri. Sambandið er aðili að Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands, Alþjóða siglingasambandinu, Alþjóðakajaksambandinu, Alþjóðaróðrasambandinu og Evrópusamtökum skemmtibátaeigenda. Sambandið hefur yfirumsjón með landsmótum í siglingum, sem eru um tólf talsins á hverju ári, eftirlit með reglum um mótahald og keppnisreglum og útvegun forgjafar fyrir blandaðar siglingakeppnir.
Siglingasambandið heldur árlegt siglingaþing þar sem fulltrúar félaganna koma saman og ákveða reglur um mót og stigagjöf, mótaskrá næsta sumars o.fl.
Aðildarfélög
[breyta | breyta frumkóða]- Siglingafélag Reykjavíkur, Brokey
- Siglingaklúbburinn Drangey, Sauðárkróki
- Kayakklúbburinn, Reykjavík
- Kayakklúbburinn Kai, Neskaupstað
- Siglingafélagið Nökkvi, Akureyri
- Siglingafélagið Sigurfari, Akranesi
- Ungmennafélagið Snæfell, Stykkishólmi
- Siglingafélagið Sæfari, Ísafirði
- Íþróttafélagið Völsungur, Húsavík
- Siglingafélagið Ýmir, Kópavogi
- Siglingaklúbburinn Þytur, Hafnarfirði
Tenglar
[breyta | breyta frumkóða]Tilvísanir
[breyta | breyta frumkóða]- ↑ 1,0 1,1 1,2 1,3 „Um SÍL“. Sótt 18. október 2011.
- ↑ „Starfsskýrslur ÍSÍ - Iðkendur 2010“ (PDF). Sótt 18. október 2011.
Heimildir
[breyta | breyta frumkóða]- „Um SÍL“. Sótt 18. október 2011.
- „Stjórn SÍL“. Sótt 18. október 2011.
- „Starfsskýrslur ÍSÍ - Iðkendur 2010“ (PDF). Sótt 18. október 2011.