Svandís Svavarsdóttir

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Svandís Svavarsdóttir (SSv)

Fæðingardagur: 24. ágúst 1964 (1964-08-24) (59 ára)
Fæðingarstaður: Selfoss
3. þingmaður Reykjavíkurkjördæmis suður
Flokkur: Merki Vinstri grænna Vinstrihreyfingin – grænt framboð
Þingsetutímabil
2009 í Reykv. s. fyrir Vg.
2013 í Reykv. s. fyrir Vg.
2016 í Reykv. s. fyrir Vg
2017 í Reykv. s. fyrir Vg
= stjórnarsinni
Embætti
2009-2012 Umhverfisráðherra
2012-2013 Umhverfis- og auðlindaráðherra
2017–2021 Heilbrigðisráðherra
2021- Matvælaráðherra
Tenglar
Æviágrip á vef Alþingis

Svandís Svavarsdóttir (fædd 24. ágúst 1964) er matvælaráðherra Íslands en hún hefur verið alþingismaður fyrir Vinstrihreyfinguna - grænt framboð í Reykjavík frá árinu 2009.[1] Hún var heilbrigðisráðherra í fyrsta ráðuneyti Katrínar Jakobsdóttur og umhverfis- og auðlindaráðherra í ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur. Hún sat í borgarstjórn Reykjavíkur árin 2006–2009, þar til hún var kjörin á þing.

Menntun og fyrri störf[breyta | breyta frumkóða]

Svandís er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð og lauk BA-prófi við Háskóla Íslands í almennum málvísindum og íslensku árið 1989. Hún gegndi ýmsum störfum fyrir Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra á árabilinu 1992-2005, með hléum. Svandís er gift og á fjögur börn. Hún er dóttir Svavars Gestssonar, (1944-2021) f.v. ráðherra og sendiherra og fyrri konu hans Jónínu Benediksdóttur (1943-2005) skrifstofukonu.

Stjórnmálaferill[breyta | breyta frumkóða]

Svandís hóf stjórnmálaferil sinn í Vinstri grænum skömmu eftir stofnun flokksins. Hún var formaður Reykjavíkurfélags VG frá 2003-2005 og framkvæmdastjóri flokksins 2005-2006.

Borgarstjórn[breyta | breyta frumkóða]

Hún leiddi lista VG í borgarstjórnarkosningunum 2006, þegar samstarf R-listans leið undir lok og flokkurinn bauð í fyrsta sinn fram undir eigin merkjum.

Svandís varð staðgengill borgarstjóra þann 16. október 2007, eftir að meirihluti Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks sprakk. Björn Ingi Hrafnsson sagði skilið við borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins 11. október 2007, en dagana á undan hafði verið misklíð innan meirihlutans um tilveru útrásararms Orkuveitu Reykjavíkur, þ.e. Reykjavik Energy Invest. Meirihlutinn samanstóð af borgarfulltrúum Samfylkingarinnar, Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, Framsóknarflokks og F-lista. Samstarfinu lauk skyndilega í ársbyrjun 2008.

Landsmál[breyta | breyta frumkóða]

Í febrúar 2009 tilkynnti Svandís um framboð sitt í forvali Vinstri grænna fyrir Alþingiskosningarnar 2009. Hún hlaut annað sætið, leiðtogasæti í Reykjavíkurkjördæmi suður og var kjörin á Alþingi þann 25. apríl 2009. Hún tók við embætti umhverfisráðherra 10. maí 2009 og varð umhverfis- og auðlindaráðherra við stjórnkerfisbreytingar 1. september 2012.

Svandís er í leiðtogasæti Vinstri grænna í Reykjavíkurkjördæmi suður fyrir Alþingiskosningar 2013. Hún var heilbrigðisráðherra í ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur frá 2017-2021 en frá 2021 hefur hún gegnt embætti matvælaráðherra.

Heimildir[breyta | breyta frumkóða]

  1. Sex karlar og fimm konur“, RÚV, 30. nóvember 2017.


Fyrirrennari:
Kolbrún Halldórsdóttir
Umhverfis- og auðlindaráðherra
(10. maí 2009 – 2013)
Eftirmaður:
Sigurður Ingi Jóhannsson
Fyrirrennari:
Kristján Þór Júlíusson
Helbrigðisráðherra
(30. nóvember 2017 – enn í embætti)
Eftirmaður:
Enn í embætti