Fara í innihald

Úrúgvæska úrvalsdeildin

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu

Úrúgvæska úrvalsdeildin er efsta atvinnumannadeildin í knattspyrnu í Úrúgvæ. Keppnin var fyrst haldin árið 1900 og var áhugamannakeppni til ársins 1932 þegar atvinnumennska var lögleidd í Úrúgvæ. Keppnin í deildinni hefur ekki verið mjög fjölbreytt þar sem Peñarol og Nacional hafa borið höfuð og herðar yfir önnur lið. Núverandi meistarar (2023) eru Liverpool.

Úrúgvæska úrvalsdeildin var fyrst leikin árið 1900. Á árunum 1923 til 1925 klofnaði úrúgvæska deildin og samkeppnisdeild var stofnuð við hliðina á úrúgvæsku meistarakeppninni. Eftir inngrip stjórnvalda tókst að sameina deildirnar tvær í eina árið 1926, sem lauk með sigri Peñarol en sá titil er hvorki viðurkenndur af FIFA né Úrúgvæska knattspyrnusambandinu.

Frá 1930 til 1975 unnu Nacional og Peñarol alla meistaratitla sem í boði voru. Einokun liðanna tveggja var ekki rofin fyrr en árið 1976 þegar Defensor varð meistari í fyrsta sinn. Nacional og Peñarol hafa hvort um sig náð því að verða meistarar fimm ár í röð. Lengsta bil án þess að annað hvort liðið hafi hampað meistaratitlinum er frá 1987 til 1991 þegar fjögur lið deildu meistaratitlinum á fimm ára tímabili.

Frá 1994 hefur meistarakeppnin farið fram í tvennu lagi með forkeppninni (Torneo Apertura) og lokakeppninni (Torneo Clausura), þar sem sigurvegarar beggja keppna mætast í hreinu tveggja leikja úrslitaeinvígi.

Líkt og í öðrum Suður-Ameríkuríkjum miðaðist úrvalsdeildin í Úrúgvæ í fyrstu við almanaksári frá hausti til vors - miðað við árstíðaskiptin á Suðuruhveli. Árið 2005 var svokallað „evrópskt tímabil“ tekið upp þar sem keppni hófst í ágúst. Tilgangurinn var sá að koma í veg fyrir að lið misstu lykilmenn á miðju tímabili til Evrópu.

Leiktíðina 2006-07 var úrvalsdeildin skorin niður í 15 lið. Eftir margra ára umræðu um að hverfa aftur til fyrra leikfyrirkomulags var að lokum ákveðið árið 2017 að keppa á ný miðað við almanaksárið.

Titlar eftir félögum

[breyta | breyta frumkóða]
Félag Titlar Ár
Peñarol 51 1900, 1901, 1905, 1907, 1911,1918, 1921, 1928, 1929, 1932, 1935, 1936, 1937, 1938, 1944, 1945, 1949, 1951, 1953, 1954, 1958, 1959, 1960, 1961, 1962, 1964, 1965, 1967, 1968, 1973, 1974, 1975, 1978, 1979, 1981, 1982, 1985, 1986, 1993, 1994, 1995, 1996, 1997, 1999, 2003, 2009–10, 2012–13, 2015–16, 2017, 2018, 2021
Nacional 49 1902, 1903, 1912, 1915, 1916, 1917, 1919, 1920, 1922, 1923, 1924, 1933, 1934, 1939, 1940, 1941, 1942, 1943, 1946, 1947, 1950, 1952, 1955, 1956, 1957, 1963, 1966, 1969, 1970, 1971, 1972, 1977, 1980, 1983, 1992, 1998, 2000, 2001, 2002, 2005, 2005–06, 2008–09, 2010–11, 2011–12, 2014–15, 2016, 2019, 2020, 2022
Defensor Sporting 4 1976, 1987, 1991, 2007–08
Danubio 4 1988, 2004, 2006–07, 2013–14
River Plate F.C. 4 1908, 1910, 1913, 1914
Montevideo Wanderers F.C. 3 1906, 1909, 1931
Rampla Juniors 1 1927
Bella Vista 1 1990
Progreso 1 1984
Central Español 1 1989
Liverpool F.C. 1 2023