Defensor Sporting
Útlit
Defensor Sporting Club | |||
Fullt nafn | Defensor Sporting Club | ||
Gælunafn/nöfn | El Violeta, La Viola, Tuertos, 'El Defe,'La Farola | ||
---|---|---|---|
Stofnað | 1913 | ||
Leikvöllur | Estadio Luis Franzini, | ||
Stærð | 16 000 | ||
Stjórnarformaður | Alberto Ward | ||
Knattspyrnustjóri | Marcelo Ménde | ||
Deild | Úrúgvæska úrvalsdeildin | ||
2024 | 4. sæti | ||
|
Defensor Sporting Club er úrúgvæskt knattspyrnulið frá Montevídeó, stofnað árið 1913. Stórliðin Peñarol og Nacional bera höfuð og herðar yfir önnur félög í Úrúgvæ, en Defensor hefur þó fjórum sinnum orðið landsmeistari og sigur liðsins árið 1976 vakti sérstaka athygli þar sem hann rauf 44 ára sigurgöngu stóru liðanna tveggja.
Sagan
[breyta | breyta frumkóða]Club Atlético Defensor var stofnað 15. mars 1913. Nafninu var breytt í Defensor Sporting Club árið 1989 eftir sameiningu við Sporting Club Uruguay.
Defensor Sporting hafði leikið í efstu deild knattspyrnunnar í Úrúgvæ um langt árabil án þess að gera alvarlega atlögu að meistaratitlinum. Árið 1976 varð liðið Úrúgvæskur meistari í fyrsta sinn og endurtók afrekið í þrígang árin 1987, 1991 og 2008.
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]- Úrúgvæskur meistari (4): 1976, 1987, 1991, 2008
- Copa Libertadores, undanúrslit 2014