Rampla Juniors
Rampla Juniors Fútbol Club | |||
Fullt nafn | Rampla Juniors Fútbol Club | ||
Gælunafn/nöfn | Ramplenses | ||
---|---|---|---|
Stytt nafn | Rampla Juniors | ||
Stofnað | 1914 | ||
Leikvöllur | Estadio Olímpico, Montevideo | ||
Stærð | 6 000 | ||
Stjórnarformaður | Isabel Peña | ||
Knattspyrnustjóri | Javier Benia | ||
Deild | 2. deild | ||
2024 | 14. sæti í úrvalsdeild (fall) | ||
|
Rampla Juniors Fútbol Club eða Rampla Juniors er úrúgvæskt knattspyrnulið frá Montevídeó, stofnað þann 7. janúar árið 1914. Gullöld félagsins var á þriðja áratug tuttugustu aldar þegar það vann sinn fysta og eina úrúgvæska meistaratitil.
Saga
[breyta | breyta frumkóða]Rampla Juniors var stofnað árið 1914 og segir sagan að stofnendurnir hafi valið einkennisliti sína, rauðan og grænan, eftir fána á ítölsku skipi sem átti leið um höfnina í Montevídeó. Félagið átti snemma góðu gengi að fagna og komst í efstu deild úrúgvæsku deildarkeppninnar árið 1922. Árið 1927, þegar keppnin var endurvakin eftir rúmlega árs hlé, varð Rampla Juniors meistari í fyrsta sinn. Það reyndist eini meistaratitill félagsins í sögunni. Í meistaraliðinu var markvörðurinn Enrique Ballesteros sem var eini leikmaður þess í landsliðshópi Úrúgvæ sem sigraði á HM 1930.
Á sjöunda áratugnum tóku stuðningsmenn Rampla Juniors þátt í að byggja nýjan heimavöll félagsins. Vinnusvæðið minnti á grjótnámu og fengu stuðningsmennirnir í kjölfarið viðurnefnið The Flinstones.
Í seinni tíð hefur Rampla Juniors lengst af verið í neðri deildum úrúgvæsku deildarkeppninnar og sýnt fá merki þess að endurreisa gullöldina frá þriðja áratugnum.
Titlar
[breyta | breyta frumkóða]Úrúgvæskur meistari (1): 1927