Júkon

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
(Endurbeint frá Yukon)
Júkon
Kluane jökullinn í samnefndum þjóðgarði í Júkon.
Quiet lake
Þéttbýlisstaðir í Júkon.

Júkon (Yukon) er sjálfstjórnarsvæði í norðvesturhluta Kanada. Flatarmál þess er 482.443 km2 en íbúar voru um 40.000 árið 2019. Whitehorse er höfuðstaður fylkisins og eina borgin. Opinber tungumál eru enska og franska, en frumbyggjamál eru einnig viðurkennd.

Júkon var stofnað þegar það var klofið frá Norðvesturhéruðunum árið 1898. Það er nefnt eftir Júkonfljóti. Það á landamæri að Alaska í vestri, Norðvesturhéruðunum í austri og Bresku Kólumbíu í suðri. Júkon hefur að geyma mikla barrskóga og fjöll. Mount Logan, hæsta fjall Kanada, er í suðvesturhluta fylkisins og er það 5.959 metra hátt. Fjallið er innan Kluane-þjóðgarðsins.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.