Fara í innihald

Mount Logan

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Mount Logan.
Fjallið séð frá Kluane-jöklinum.

Mount Logan er hæsta fjall Kanada og er 5959 metra hátt. Það liggur í Saint Elias-fjöllum í Kluane National Park and Reserve í Júkon og er nefnt eftir kanadískum jarðfræðingi William Edmond Logan. Árið 1991 mældist -77,5 °C á fjallinu sem er lægsti hiti sem mælst hefur utan Suðurskautslandsins[1].

Tilvísanir

[breyta | breyta frumkóða]
  1. Mount Logan Geymt 13 janúar 2017 í Wayback Machine Summits of Canada. Skoðað 29. nóv, 2016.