Yann Martel

Úr Wikipediu, frjálsa alfræðiritinu
Jump to navigation Jump to search
Yann Martel

Yann Martel (fæddur 25. júní 1963) er kanadískur rithöfundur. Faðir Yanns Martels starfaði sem kennari og síðar sem diplómati á meðan Yann ólst upp. Störf föður hans höfðu í för með sér að fjölskyldan var stöðugt að flytja heimshorna á milli og þau bjuggu meðal annars í Alaska, Frakklandi, Mexíkó, Kosta Ríka og í kanadísku héruðunum Ontario og Bresku Kólumbíu.

Á fullorðinsárum sínum hélt hann Yann áfram að ferðast um heiminn, og dvaldi meðal annars í Íran, Tyrklandi og Indlandi. Að loknu heimspekinámi við Trent háskólann í Peterborough í Ontario, ákvað hann að leggja fyrir sig ritstörf. Dvöl hans í hinum ýmsu menningarheimum hefur haft áhrif á skrif hans, eins og glögglega má sjá í Sögunni af Pí sem aflaði honum hinna virtu Booker-bókmenntaverðlauna árið 2002. Þegar hann undirbjó sig fyrir að skrifa Söguna um Pí, varði Yann Martel sex mánuðum við að heimsækja moskur, musteri, kirkjur og dýragarða í Indlandi. Að því loknu varði hann heilu ári við lestur trúarlegra texta og sagna af skipbrotsmönnum. Eftir þessar rannsóknir tók það hann tvö ár í viðbót að skrifa bókina.

Aðspurður segist Yann Martel nú búa í Montréal í Québec-héraði í Kanada, vegna þess að þar lenti flugvélin. Hann kann illa við að vera bundinn einhverju og á því litlar eignir og þegar hann skorti fé áður fyrr tók hann hver þau störf sem veittu honum færi á að ferðast og skrifa.

Bækur eftir höfundinn[breyta | breyta frumkóða]

Bókmenntaverðlaun[breyta | breyta frumkóða]

  • Vann Booker-bókmenntaverðlaunin árið 2002.
  • Vann Hugh MacLennan-bókmenntaverðlaunin árið 2001.
  • Tilnefndur til Governor General-bókmenntaverðlaunanna árið 2001.
  • Tilnefndur til kanadísku Chapters/Books verðlaunanna fyrir fyrstu skáldsögu höfundar.
  • Vann Journey-verðlaunin.