Wikipedia:Grein mánaðarins/02, 2010
Útlit
Muse er ensk rokkhljómsveit frá Teignmouth í Devon og var stofnuð árið 1994 undir dulnefninu Rocket Baby Dolls. Síðar ákváðu þeir að kalla sig Muse, hættu í skóla og lögðu tónlistina fyrir sig. Sveitina skipa þeir Matthew Bellamy (söngvari, gítarleikari og hljómborðsleikari), Christopher Wolstenholme (bassaleikari) og Dominic Howard (trommari og slagverksleikari). Muse blandar saman öðruvísi rokki, þungarokki, framsæknu rokki, sígildri tónlist og raftónlist og mynda þannig nýframsækið rokk. Muse er best þekkt fyrir kröftuga og ægibjarta tónleika og fyrir sérvitringslegan áhuga Matthew Bellamy á alheimssamsæri, lífi úti í geimnum, ofsóknaræði, guðfræði og heimsendi.